Erlent

Sjö stungnir í barnaafmæli

Sjö manns voru stungnir í slagsmálum sem brutust út í afmælisveislu tveggja ára gamallar stúlku í Ohio í Bandaríkjunum. Margar hnífstungnanna voru alvarlegar og eru einhverjir hinna sjö í lífshættu. Litla afmælisbarnið slapp þó með skrekkinn. Tveir menn, 25 og 35 ára, hafa verið ákærðir fyrir ofbeldisverkin. Annar þeirra er í fangelsi en hinn á sjúkrahúsi vegna áverka sem hann hlaut. Ekki er vitað hvers vegna slagsmálin brutust út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×