Yfir 4,60 metra í Madrid 18. júlí 2004 00:01 Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki kvenna á alþjóðlegu stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Madrid á laugardaginn. Þórey Edda gerði sér lítið fyrir og fór yfir 4,60 metra og bætti sitt eigið met frá því að móti í Kessell í Þýskalandi 11. júní síðastliðnum um sex sentimetra. Þórey Edda hafnaði í öðru sæti á mótinu en hin rússneska Svetlana Feofanova bar sigur úr býtum með því að stökkva yfir 4,80 metra. Feofanova reyndi við nýtt heimsmet en felldi naumlega 4,90 metra. Þórey Edda var kominn "heim" til Þýskalands þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær og hún var að vonum himinlifandi með árangurinn. "Það gekk allt upp í gærkvöld. Aðstæðurnar voru frábærir, hiti og enginn vindur og það má eiginlega segja að ég sé búin að bíða eftir þessum aðstæðum í fimm ár. Stökkserían gekk vel og ég var örugg. Ég fór yfir 4,15 metra, 4,30 metra og 4,40 metra í fyrstu tilraun og notaði síðan tvær tilraunir til að fara yfir 4,50 metra og 4.60 metra. Það var ólýsanleg tilfinning að fara fyrir 4,60 metra en það kom mér svo sem ekki á óvart. Ég hef undirbúið mig vel og vissi að ef allt gengi upp þá gæti ég vel farið yfir þessa hæð. Stökkið var öruggt og ég snerti ekki ránna. Síðan átti ég tilraunir við 4,70 metra en var í raun aldrei nálægt því að komast yfir. Ég var orðinn þreytt eftir mörg stökk og það er alveg ljóst að ég verð að fara að byrja hærra ef ég að eiga möguleika á því að bæta mig enn frekar," sagði Þórey Edda. Þórey Edda hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili og hún sagðist þakka það mjög skipulögðum æfingum. "Það er auðvitað jákvætt að vera alltaf að bæta sig og ég tel mig enn eiga nóg inni. Ég hef aldrei æft jafn skipulaga og á þessu tímabili og það má eiginlega segja að hver einasta æfing hafi verið skipulögð í þaula. Það er greinilega það eina sem dugir til að árangur náist og ég er afskaplega ánægð með þjálfarann minn, Pólverjann Lezsek Klima. Hann hefur búið til frábæra æfingaáætlun sem miðast að því að toppa í Aþenu." Þórey Edda keppir á móti í Þýskalandi á föstudaginn og kemur síðan heim á laugardaginn þar sem hún tekur þátt í Meistaramóti Íslands á Laugardalsvellinum á sunnudaginn. "Ég mun ekki taka stangirnar mínar með mér til Íslands og eina markmið mitt verður að vinna Íslandsmeistaratitil fyrir félagið mitt. Árangurinn mun ekki skipta máli að þessu sinni." Þórey Edda sagðist aðspurð vonast til að Vala Flosadóttir myndi fara að ná sér á strik og jafnvel komast á Ólympíuleikana. "Ég hefði viljað hafa Völu með mér á Olympíuleikana. Það er miklu meiri stemning í kringum íþróttina þegar tvær eru að berjast og miklu skemmtilegra. Það virðist hins vegar vera þannig að við skiptum þessu á milli okkar. Fyrst kom hún, síðan tók ég við af henni og ég vona bara að það muni einhver taka við af mér," sagði Þórey Edda. Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Stangarstökkskonan Þórey Edda Elísdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti Íslands- og Norðurlandametið í stangarstökki kvenna á alþjóðlegu stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Madrid á laugardaginn. Þórey Edda gerði sér lítið fyrir og fór yfir 4,60 metra og bætti sitt eigið met frá því að móti í Kessell í Þýskalandi 11. júní síðastliðnum um sex sentimetra. Þórey Edda hafnaði í öðru sæti á mótinu en hin rússneska Svetlana Feofanova bar sigur úr býtum með því að stökkva yfir 4,80 metra. Feofanova reyndi við nýtt heimsmet en felldi naumlega 4,90 metra. Þórey Edda var kominn "heim" til Þýskalands þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær og hún var að vonum himinlifandi með árangurinn. "Það gekk allt upp í gærkvöld. Aðstæðurnar voru frábærir, hiti og enginn vindur og það má eiginlega segja að ég sé búin að bíða eftir þessum aðstæðum í fimm ár. Stökkserían gekk vel og ég var örugg. Ég fór yfir 4,15 metra, 4,30 metra og 4,40 metra í fyrstu tilraun og notaði síðan tvær tilraunir til að fara yfir 4,50 metra og 4.60 metra. Það var ólýsanleg tilfinning að fara fyrir 4,60 metra en það kom mér svo sem ekki á óvart. Ég hef undirbúið mig vel og vissi að ef allt gengi upp þá gæti ég vel farið yfir þessa hæð. Stökkið var öruggt og ég snerti ekki ránna. Síðan átti ég tilraunir við 4,70 metra en var í raun aldrei nálægt því að komast yfir. Ég var orðinn þreytt eftir mörg stökk og það er alveg ljóst að ég verð að fara að byrja hærra ef ég að eiga möguleika á því að bæta mig enn frekar," sagði Þórey Edda. Þórey Edda hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili og hún sagðist þakka það mjög skipulögðum æfingum. "Það er auðvitað jákvætt að vera alltaf að bæta sig og ég tel mig enn eiga nóg inni. Ég hef aldrei æft jafn skipulaga og á þessu tímabili og það má eiginlega segja að hver einasta æfing hafi verið skipulögð í þaula. Það er greinilega það eina sem dugir til að árangur náist og ég er afskaplega ánægð með þjálfarann minn, Pólverjann Lezsek Klima. Hann hefur búið til frábæra æfingaáætlun sem miðast að því að toppa í Aþenu." Þórey Edda keppir á móti í Þýskalandi á föstudaginn og kemur síðan heim á laugardaginn þar sem hún tekur þátt í Meistaramóti Íslands á Laugardalsvellinum á sunnudaginn. "Ég mun ekki taka stangirnar mínar með mér til Íslands og eina markmið mitt verður að vinna Íslandsmeistaratitil fyrir félagið mitt. Árangurinn mun ekki skipta máli að þessu sinni." Þórey Edda sagðist aðspurð vonast til að Vala Flosadóttir myndi fara að ná sér á strik og jafnvel komast á Ólympíuleikana. "Ég hefði viljað hafa Völu með mér á Olympíuleikana. Það er miklu meiri stemning í kringum íþróttina þegar tvær eru að berjast og miklu skemmtilegra. Það virðist hins vegar vera þannig að við skiptum þessu á milli okkar. Fyrst kom hún, síðan tók ég við af henni og ég vona bara að það muni einhver taka við af mér," sagði Þórey Edda.
Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira