Bið Guð að blessa manninn! 18. júlí 2004 00:01 Neyslusamfélagið - Hulda Jensdóttir, fyrrverandi yfirljósmóðir Já, það er rétt, ég ætla að biðja Guð að blessa manninnn. Vel getur verið að hann kæri sig hreint ekkert um það, og kannske trúir hann alls ekki á Guð, en mér er alveg sama, ég ætla samt að biðja fyrir honum. Það er minn þakklætisvottur fyrir "Tvær fréttir" sem hann skrifaði nýverið í Fréttablaðið. Við höfum svo sem heyrt svipaðar fréttir áður: Um strákana sem sitja 4-5 klukkustundir á dag yfir tölvuleikjum í stofufangelsinu sínu. Um íslensku barnaoffituna og þreyttu foreldrana sem sitja eins og klessur í hinu stofufangelsinu, starandi á sinn skjá, stjörfum þreyttum augum! Er þetta rétt? Já því miður. Á hverju einasta ári í mörg ár sitja einhver börn við skjáinn sinn, sérstaklega drengir, 60 til 80 sólarhringa af 365 sólarhringum ársins án allra athugasemda að því er virðist. En ef þessum börnum verður á að færa tölvuleikinn út í veruleikann, þá ætlar allt vitlaust að verða. Er þetta ekki þversögn? Venjulegar fréttir færa okkur hryllinginn frá morðunum, limlestingunum, nauðgununum og hvað það nú heitir allt saman og að auki fá börnin okkar risa aukaskammta, þar sem þau sitja lokuð inni í gerviheimi, jafnvel klukkustundum saman, horfandi á framhalds ofbeldisfréttir og margt þaðan af verra, sem litlar sálir ráða hreint ekkert við, allt þetta, - segi ég aftur - án nokkurra athugasemda að því er virðist. Þurfum við ekki að fara að skoða forgangsröðunina? Hvað hefur eiginlega gerst, ekki viljum við hafa þetta svona? Svarið er í raun sára einfalt. Við erum svo upptekin í vinnunni, að afla tekna fyrir nauðsynjum og auka nauðsynjum, fyrir menninguna, fyrir allar uppákomurnar, fyrir öll skemmtilegheitin, fyrir alla vinina, fyrir heilsuræktina, allt, allt, allt og kraftarnir því meira en búnir þegar tíminn er inni til að sinna fjölskyldunni. Við ráðum ekki einu sinni við gerviþarfirnar hvað þá meira og því ábyrgðarminnst að setjast við skjáinn, áður en maður dettur alveg útaf. Til hvers erum við að stofna heimili / fjölskyldu, ef hún húkir á hakanum í tóminu og afskiptaleysinu meðan stjórnlausum tækjum og tólum er falið uppeldið. Og svo skiljum við ekkert í því hversvegna fór sem fór. Ofurtrúin á sífelldri dægrastyttingu í einhverri mynd er að leiða okkur út í ógöngur, burt frá okkur sjálfum og raunveruleikanum. Á sama tíma og rannsóknir sýna að skjá áhorf er komið út yfir allan þjófabálk, og athyglisbrestur er að verða áberandi hjá ungu fólki sem getur varla lagt saman einn og tvo, án reiknis, er talað fjálglega um að tölvuvæða þau minnstu, helst á vöggustofunni hvað þá í leikskólanum, því það sé svo þroskandi! Þvílíkt rugl. Við sáum fréttir nýverið um að allt bendi til að skjá áhorf barna eins til þriggja ára kunni að örva heila barnanna of mikið og hafa óafturkræf áhrif á þroska þeirra (tímaritið Pediatries). Það sem þroskar börn mest og best og gefur þeim fætur til að standa á eru náin samskipti við fólk, við foreldra, við afa, ömmu og vini, að einhver megi vera að því að svara spurningunum, hlusta, vera til staðar. Það ætti heldur að virkja ellilífeyrisþegana sem leiðist heima hjá sér, fá þá inn í leikskólana og vöggustofurnar nokkra tíma á dag, þeim og börnunum til heilla. Gleðin og ánægja barnanna yrði þeirra laun. Hversvegna skyldu unglingar sitja í skuldasúpu sem tvöfaldast og þrefaldast hvert ár rétt eins og lyfjanotkunin. (Lyf eru nauðsyn, en óþarfi að slá öll met í notkun þeirra) Svarið er ekki flókið. Annarsvegar gera bankar og lánastofnanir ótrúlega hluti til að ná til unga fólksins og að auki er Veruleikafirringin botnlaus!! Stundum vegna þess að enginn hafði tíma til að tala um veruleikann, tala um áhugaverða ábyrgð daglega lífsins, tala um að lífið sem bæði gefur, krefur og tekur, lítur vissu lögmáli, er regla. Ef vel á til að takast þarf að taka tíma og rýna í lífið. Ímyndaðar þarfir, tímaeyðslan og tímaleysið sem þeim fylgir eru óvinir okkar. Ég sá viðtal við unga hæfileikakonu nýverið, hún var að vinna alla daga sagði hún og öll kvöld og ég hugsaði hver hugsar þá um börnin hennar? Ung kona nýkomin af fæðingardeild, eftir sólarhringsdvöl, (þyrfti að vera vika, allt of fátt starfsfólk eða kannske of margir yfirmenn) fyrsta barn, allt í vandamálum og engin hjálp, maðurinn í fæðingarorlofi norður á ströndum að vinna fyrir einhvern. Til hvers er fæðingarorlofið? Þyrfti ekki að skoða það? Ef þú spyrð fjögurra barna móðir hvað hún starfi, þá færðu svarið: Í banka, búð, skrifsofu eða á þingi. Ef hún myndi svara ég er móðir. Þá spyrð þú aftur, Ha,! já, en hvað gerir þú? Að vera móðir, faðir, foreldri er veigamesta og göfugasta starf sem til er, allt lífið byggist á því. Án góðra foreldra er ekkert. En að vera góðir foreldrar í þeim kröfum sem neyslusamfélagið setur um þessar mundir, er nánast útilokað. Þessvegna fjölgar þeim útbrenndu/ útkeyrðu (sem sitja eins og klessur í sófanum sínum), þeim atvinnulausu, öryrkjunum og að auki eykst taugapillu- og lyfjanotkunin með hraða ljóssins. Er þetta ekkert ógnvekjandi? Gervikröfurnar og álagið sem fylgir fer óravegu yfir öll vitræn mörk. Allir á flótta. Foreldrar vilja gera vel fyrir börnin sín, en neyslusamfélagið setur foreldrahlutverkið ekki í forgang, þvert á móti, neyslusamfélagið er ófreskja sem engu eirir til að ná sínu fram. Margir foreldrar gera sér ekki grein fyrir gildrunum og áður en þau vita af sitja þau í súpunni og teyga beiskt vandamálaseyðið og verður illt af. Margt mætti hindra, minnka eða útrýma með öllu, ef foreldrar væru í jafnvægi, ræktuðu hamingjuna, væru mátulega útivinnandi og mátulega heimavinnandi, ekki margfalt útivinnandi og margfalt púlandi á mörgum vígstöðvum til að geta komið til móts við allar gerviþarfirnar. Ég tek af heilum hug undir "Tvær fréttir", það ætti að kalla saman þing hið snarasta og taka upp málefnalega umræðu um mál allra mála. Ekki þetta sífellda þjark og þras um hreint ekki neitt. Forsetinn mætti vel leggja sitt til málanna og forsætisráðherra kalla saman ríkisstjórnina en þar eru hinar ágætustu ráðherrakonur, meðvitaðar og með reynslu, það gæti hjálpað til. Jæja nú er svo komið að ég held bara að ég verði að biðja fyrir öllum. Auðvitað verð ég að biðja fyrir foreldrunum, biðja fyrir forsetanum og óska honum og konunni hans til hamingju og vona að þau haldi áfam að bera hróður Íslands út um víðan völl og að við hin berum gæfu til að standa á bak við þau. Forsetinn er jú sameiningartákn - best að halda sig við það - hvað sem öllum auðum seðlum og fullorðins sandkassaleik líður - ótrúlega þreytandi rugl - og auðvitað gleymi ég ekki að biðja fyrir forsætisráðherra allra forsætisráðherra. Ég las nýverið yndislegan jólasálm eftir hann, þvílíkur friður, fegurð og auðmýkt og ekki lítil lífkúnst að kúpla sig út úr öllu þrasinu og innstilla á fegurðar- og friðar bylgjulengdina svona snilldarlega, og ekki má ég gleyma að biðja fyrir biskupnum okkar, að undir hans góðu stjórn aukist kristnar meginreglur í framkvæmd á Íslandi, ekki veitir af og svo get ég alls ekki annað en beðið fyrir manninum sem gefur okkur Fréttablaðið. Hugsið ykkur allt fátæka fólkið, öryrkjana og gamla fólkið, sem fær alvörudagblað beint heim til sín án þess að borga krónu fyrir og lækkaða vöruverðið sem er honum að þakka. Hann má sko sannarlega vera ríkur mín vegna enda njóta margir góðs af, margir mættu læra af honum. En nú er ég komin heldur betur út á glerhálan ís og svakalega langt frá upphafinu og mál að linni, svo ég bara enda á því að biðja fyrir Hróknum því hann er blessun fyrir börnin okkar. Þökk fyrir lesandi góður að þú tókst tíma til að lesa þennan pistil. Í Guðs friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Neyslusamfélagið - Hulda Jensdóttir, fyrrverandi yfirljósmóðir Já, það er rétt, ég ætla að biðja Guð að blessa manninnn. Vel getur verið að hann kæri sig hreint ekkert um það, og kannske trúir hann alls ekki á Guð, en mér er alveg sama, ég ætla samt að biðja fyrir honum. Það er minn þakklætisvottur fyrir "Tvær fréttir" sem hann skrifaði nýverið í Fréttablaðið. Við höfum svo sem heyrt svipaðar fréttir áður: Um strákana sem sitja 4-5 klukkustundir á dag yfir tölvuleikjum í stofufangelsinu sínu. Um íslensku barnaoffituna og þreyttu foreldrana sem sitja eins og klessur í hinu stofufangelsinu, starandi á sinn skjá, stjörfum þreyttum augum! Er þetta rétt? Já því miður. Á hverju einasta ári í mörg ár sitja einhver börn við skjáinn sinn, sérstaklega drengir, 60 til 80 sólarhringa af 365 sólarhringum ársins án allra athugasemda að því er virðist. En ef þessum börnum verður á að færa tölvuleikinn út í veruleikann, þá ætlar allt vitlaust að verða. Er þetta ekki þversögn? Venjulegar fréttir færa okkur hryllinginn frá morðunum, limlestingunum, nauðgununum og hvað það nú heitir allt saman og að auki fá börnin okkar risa aukaskammta, þar sem þau sitja lokuð inni í gerviheimi, jafnvel klukkustundum saman, horfandi á framhalds ofbeldisfréttir og margt þaðan af verra, sem litlar sálir ráða hreint ekkert við, allt þetta, - segi ég aftur - án nokkurra athugasemda að því er virðist. Þurfum við ekki að fara að skoða forgangsröðunina? Hvað hefur eiginlega gerst, ekki viljum við hafa þetta svona? Svarið er í raun sára einfalt. Við erum svo upptekin í vinnunni, að afla tekna fyrir nauðsynjum og auka nauðsynjum, fyrir menninguna, fyrir allar uppákomurnar, fyrir öll skemmtilegheitin, fyrir alla vinina, fyrir heilsuræktina, allt, allt, allt og kraftarnir því meira en búnir þegar tíminn er inni til að sinna fjölskyldunni. Við ráðum ekki einu sinni við gerviþarfirnar hvað þá meira og því ábyrgðarminnst að setjast við skjáinn, áður en maður dettur alveg útaf. Til hvers erum við að stofna heimili / fjölskyldu, ef hún húkir á hakanum í tóminu og afskiptaleysinu meðan stjórnlausum tækjum og tólum er falið uppeldið. Og svo skiljum við ekkert í því hversvegna fór sem fór. Ofurtrúin á sífelldri dægrastyttingu í einhverri mynd er að leiða okkur út í ógöngur, burt frá okkur sjálfum og raunveruleikanum. Á sama tíma og rannsóknir sýna að skjá áhorf er komið út yfir allan þjófabálk, og athyglisbrestur er að verða áberandi hjá ungu fólki sem getur varla lagt saman einn og tvo, án reiknis, er talað fjálglega um að tölvuvæða þau minnstu, helst á vöggustofunni hvað þá í leikskólanum, því það sé svo þroskandi! Þvílíkt rugl. Við sáum fréttir nýverið um að allt bendi til að skjá áhorf barna eins til þriggja ára kunni að örva heila barnanna of mikið og hafa óafturkræf áhrif á þroska þeirra (tímaritið Pediatries). Það sem þroskar börn mest og best og gefur þeim fætur til að standa á eru náin samskipti við fólk, við foreldra, við afa, ömmu og vini, að einhver megi vera að því að svara spurningunum, hlusta, vera til staðar. Það ætti heldur að virkja ellilífeyrisþegana sem leiðist heima hjá sér, fá þá inn í leikskólana og vöggustofurnar nokkra tíma á dag, þeim og börnunum til heilla. Gleðin og ánægja barnanna yrði þeirra laun. Hversvegna skyldu unglingar sitja í skuldasúpu sem tvöfaldast og þrefaldast hvert ár rétt eins og lyfjanotkunin. (Lyf eru nauðsyn, en óþarfi að slá öll met í notkun þeirra) Svarið er ekki flókið. Annarsvegar gera bankar og lánastofnanir ótrúlega hluti til að ná til unga fólksins og að auki er Veruleikafirringin botnlaus!! Stundum vegna þess að enginn hafði tíma til að tala um veruleikann, tala um áhugaverða ábyrgð daglega lífsins, tala um að lífið sem bæði gefur, krefur og tekur, lítur vissu lögmáli, er regla. Ef vel á til að takast þarf að taka tíma og rýna í lífið. Ímyndaðar þarfir, tímaeyðslan og tímaleysið sem þeim fylgir eru óvinir okkar. Ég sá viðtal við unga hæfileikakonu nýverið, hún var að vinna alla daga sagði hún og öll kvöld og ég hugsaði hver hugsar þá um börnin hennar? Ung kona nýkomin af fæðingardeild, eftir sólarhringsdvöl, (þyrfti að vera vika, allt of fátt starfsfólk eða kannske of margir yfirmenn) fyrsta barn, allt í vandamálum og engin hjálp, maðurinn í fæðingarorlofi norður á ströndum að vinna fyrir einhvern. Til hvers er fæðingarorlofið? Þyrfti ekki að skoða það? Ef þú spyrð fjögurra barna móðir hvað hún starfi, þá færðu svarið: Í banka, búð, skrifsofu eða á þingi. Ef hún myndi svara ég er móðir. Þá spyrð þú aftur, Ha,! já, en hvað gerir þú? Að vera móðir, faðir, foreldri er veigamesta og göfugasta starf sem til er, allt lífið byggist á því. Án góðra foreldra er ekkert. En að vera góðir foreldrar í þeim kröfum sem neyslusamfélagið setur um þessar mundir, er nánast útilokað. Þessvegna fjölgar þeim útbrenndu/ útkeyrðu (sem sitja eins og klessur í sófanum sínum), þeim atvinnulausu, öryrkjunum og að auki eykst taugapillu- og lyfjanotkunin með hraða ljóssins. Er þetta ekkert ógnvekjandi? Gervikröfurnar og álagið sem fylgir fer óravegu yfir öll vitræn mörk. Allir á flótta. Foreldrar vilja gera vel fyrir börnin sín, en neyslusamfélagið setur foreldrahlutverkið ekki í forgang, þvert á móti, neyslusamfélagið er ófreskja sem engu eirir til að ná sínu fram. Margir foreldrar gera sér ekki grein fyrir gildrunum og áður en þau vita af sitja þau í súpunni og teyga beiskt vandamálaseyðið og verður illt af. Margt mætti hindra, minnka eða útrýma með öllu, ef foreldrar væru í jafnvægi, ræktuðu hamingjuna, væru mátulega útivinnandi og mátulega heimavinnandi, ekki margfalt útivinnandi og margfalt púlandi á mörgum vígstöðvum til að geta komið til móts við allar gerviþarfirnar. Ég tek af heilum hug undir "Tvær fréttir", það ætti að kalla saman þing hið snarasta og taka upp málefnalega umræðu um mál allra mála. Ekki þetta sífellda þjark og þras um hreint ekki neitt. Forsetinn mætti vel leggja sitt til málanna og forsætisráðherra kalla saman ríkisstjórnina en þar eru hinar ágætustu ráðherrakonur, meðvitaðar og með reynslu, það gæti hjálpað til. Jæja nú er svo komið að ég held bara að ég verði að biðja fyrir öllum. Auðvitað verð ég að biðja fyrir foreldrunum, biðja fyrir forsetanum og óska honum og konunni hans til hamingju og vona að þau haldi áfam að bera hróður Íslands út um víðan völl og að við hin berum gæfu til að standa á bak við þau. Forsetinn er jú sameiningartákn - best að halda sig við það - hvað sem öllum auðum seðlum og fullorðins sandkassaleik líður - ótrúlega þreytandi rugl - og auðvitað gleymi ég ekki að biðja fyrir forsætisráðherra allra forsætisráðherra. Ég las nýverið yndislegan jólasálm eftir hann, þvílíkur friður, fegurð og auðmýkt og ekki lítil lífkúnst að kúpla sig út úr öllu þrasinu og innstilla á fegurðar- og friðar bylgjulengdina svona snilldarlega, og ekki má ég gleyma að biðja fyrir biskupnum okkar, að undir hans góðu stjórn aukist kristnar meginreglur í framkvæmd á Íslandi, ekki veitir af og svo get ég alls ekki annað en beðið fyrir manninum sem gefur okkur Fréttablaðið. Hugsið ykkur allt fátæka fólkið, öryrkjana og gamla fólkið, sem fær alvörudagblað beint heim til sín án þess að borga krónu fyrir og lækkaða vöruverðið sem er honum að þakka. Hann má sko sannarlega vera ríkur mín vegna enda njóta margir góðs af, margir mættu læra af honum. En nú er ég komin heldur betur út á glerhálan ís og svakalega langt frá upphafinu og mál að linni, svo ég bara enda á því að biðja fyrir Hróknum því hann er blessun fyrir börnin okkar. Þökk fyrir lesandi góður að þú tókst tíma til að lesa þennan pistil. Í Guðs friði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun