Innlent

RÚV kært til ESA vegna ruv.is

 Samkvæmt upplýsingum frá ESA er verið að skoða starfsemi RÚV í ljósi kæranna tveggja og einnig út frá nýlegum tilmælum stofnunarinnar um rekstur almenningsútvarps. Þá sendi Umboðsmaður Alþingis frá sér álit í gær vegna kvörtunar varðandi fjármögnun RÚV á vef sínum. Þar kemur fram að RÚV hafi ekki lagaheimild til að selja auglýsingar á heimasíðu sinni. Taldi umboðsmaður einnig verulegan vafa leika á því að gerð og birting efnis á heimasíðu RÚV sem sérstaklega væri framleitt fyrir vefinn gæti talist til "útvarpsstarfsemi" eins og það hugtak yrði skýrt með hliðsjón af útvarpslögum. Samkeppnisstofnun hefur einnig málefni RÚV til skoðunar. Fékkst það staðfest hjá stofnuninni að kæra hefði borist vegna starfsemi RÚV á auglýsingamarkaði fyrir ári síðan. RÚV hafði frest til 23. apríl til að skila athugasemdum vegna kærunnar. Samkeppnisstofnun vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að úrskurður lægi ekki fyrir fyrr en með haustinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra í gær. Þá fengust þau svör frá menntamálaráðuneytingu að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra væri úti á landi og hefði ekki kynnt sér innihald álits umboðsmanns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×