Áhersla á varnarleikinn gegn Svíum 12. október 2004 00:01 "Það verður að líta til þess styrkleikamunar sem er á liðunum tveimur en við erum á heimavelli og þar höfum við oft náð góðum úrslitum gegn sterkari liðum," segir Ásgeir Sigurvinsson, þjálfari íslenska landsliðsins sem mætir því sænska á Laugardalsvellinum í dag klukkan 18.10. Meiri áhersla verður lögð á varnarleik íslenska liðsins en verið hefur. Lið Svíþjóðar er auk Króatíu það sterkasta í riðli Íslands og leikmenn og þjálfarar gera sér fulla grein fyrir að ekkert verður tekið af Svíum nema með baráttu. Ásgeir viðurkennir að sigur og þrjú stig sé ekki ýkja raunsætt markmið en bendir á að íslenska liðinu hafi áður tekist að koma á óvart svo um munar. "Úrslitin úr þessum leik velta á því hvort íslenska liðið á góðan dag eða ekki. Svo lengi sem allir leikmenn spila vel og eins og fyrir þá er lagt get ég ekki farið fram á meira." Ásgeir og Logi hafa skoðað sænska liðið vel og farið yfir eina tapleik liðsins í riðlinum en Króatar tóku öll þrjú stigin þegar þeir sóttu Svía heim í byrjun september. Þar fengu Svíar jafnframt á sig eina markið hingað til í keppninni en Möltumenn unnu þeir 0-7 og Ungverja 3-0. "Svíarnir voru óheppnir gegn Króötum enda voru þeir betri aðilinn í leiknum. Króatar fengu fá tækifæri og skoruðu mark sitt úr aukaspyrnu. Af þeim leik má læra en staðreyndin er sú að hér erum við á heimavelli og öðruvísi horfir við. Við munum taka sérstaklega á varnarleiknum og leggja áherslu á hann og vonandi fáum við möguleika fram á við líka." Jafnteflið gegn Möltu varð þess valdandi að þjálfarar landsliðsins breyttu áætlunum sínum fram að leiknum í dag. Logi Ólafsson segir það hafa verið hluta af því að bæta siðferðisþrekið hjá hópnum enda komu úrslit leiksins mikið á óvart. "Við byrjuðum á því strax eftir leikinn á Möltu að setjast niður og fara yfir þann leik. Flestir innan liðsins hafa lært það hjá sínum liðum að taka bæði sigrum og ósigrum og þeir kunna að taka á svona löguðu. Þess utan ákváðum við að fækka æfingum þegar heim kom aftur og gefa leikmönnum stutt frí til að heimsækja vini og ættingja og komast aðeins frá um tíma. Einnig notuðum við tímann til að reifa þau mál sem brann á en upp úr stendur að við tókum því rólegar en fyrir fram var ætlunin." Leikur Íslands og Svíþjóðar í dag mun verða í ellefta sinn sem A-landslið þjóðanna mætast. Af þeim tíu skiptum sem löndunum hefur lent saman áður hafa Svíar haft betur sex sinnum en Íslendingar tvisvar. Fjögur ár eru liðin frá síðasta leik en þá höfðu Íslendingar nauman sigur 2-1 í spennandi leik á Norðurlandamótinu sem þá var og hét. Íslenski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
"Það verður að líta til þess styrkleikamunar sem er á liðunum tveimur en við erum á heimavelli og þar höfum við oft náð góðum úrslitum gegn sterkari liðum," segir Ásgeir Sigurvinsson, þjálfari íslenska landsliðsins sem mætir því sænska á Laugardalsvellinum í dag klukkan 18.10. Meiri áhersla verður lögð á varnarleik íslenska liðsins en verið hefur. Lið Svíþjóðar er auk Króatíu það sterkasta í riðli Íslands og leikmenn og þjálfarar gera sér fulla grein fyrir að ekkert verður tekið af Svíum nema með baráttu. Ásgeir viðurkennir að sigur og þrjú stig sé ekki ýkja raunsætt markmið en bendir á að íslenska liðinu hafi áður tekist að koma á óvart svo um munar. "Úrslitin úr þessum leik velta á því hvort íslenska liðið á góðan dag eða ekki. Svo lengi sem allir leikmenn spila vel og eins og fyrir þá er lagt get ég ekki farið fram á meira." Ásgeir og Logi hafa skoðað sænska liðið vel og farið yfir eina tapleik liðsins í riðlinum en Króatar tóku öll þrjú stigin þegar þeir sóttu Svía heim í byrjun september. Þar fengu Svíar jafnframt á sig eina markið hingað til í keppninni en Möltumenn unnu þeir 0-7 og Ungverja 3-0. "Svíarnir voru óheppnir gegn Króötum enda voru þeir betri aðilinn í leiknum. Króatar fengu fá tækifæri og skoruðu mark sitt úr aukaspyrnu. Af þeim leik má læra en staðreyndin er sú að hér erum við á heimavelli og öðruvísi horfir við. Við munum taka sérstaklega á varnarleiknum og leggja áherslu á hann og vonandi fáum við möguleika fram á við líka." Jafnteflið gegn Möltu varð þess valdandi að þjálfarar landsliðsins breyttu áætlunum sínum fram að leiknum í dag. Logi Ólafsson segir það hafa verið hluta af því að bæta siðferðisþrekið hjá hópnum enda komu úrslit leiksins mikið á óvart. "Við byrjuðum á því strax eftir leikinn á Möltu að setjast niður og fara yfir þann leik. Flestir innan liðsins hafa lært það hjá sínum liðum að taka bæði sigrum og ósigrum og þeir kunna að taka á svona löguðu. Þess utan ákváðum við að fækka æfingum þegar heim kom aftur og gefa leikmönnum stutt frí til að heimsækja vini og ættingja og komast aðeins frá um tíma. Einnig notuðum við tímann til að reifa þau mál sem brann á en upp úr stendur að við tókum því rólegar en fyrir fram var ætlunin." Leikur Íslands og Svíþjóðar í dag mun verða í ellefta sinn sem A-landslið þjóðanna mætast. Af þeim tíu skiptum sem löndunum hefur lent saman áður hafa Svíar haft betur sex sinnum en Íslendingar tvisvar. Fjögur ár eru liðin frá síðasta leik en þá höfðu Íslendingar nauman sigur 2-1 í spennandi leik á Norðurlandamótinu sem þá var og hét.
Íslenski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira