Erlent

Hæsta brú heims vígð

Hæsta brú heims var vígð í dag í Frakklandi. Hún er engin smásmíði: er lengri en Champs Elysees og hærri en Eiffel-turninn. Breski arkitektinn Norman Foster hannaði brúna, sem liggur yfir Tarn-dalinn í Suðvestur-Frakklandi. Henni er ætlað að auðvelda umferð á milli Parísar og spænsku landamæranna um Rónar-dalinn þar sem miklar umferðarteppur myndast að jafnaði yfir sumarleyfistímann. Þar sem brúin er hæst er hún um 270 metrum yfir jörðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×