Erlent

Enn óvissa um afdrif Íslendinga

Enn er lítið eða ekkert vitað um afdrif fjörutíu til fimmtíu Íslendinga sem eru á hörmungarsvæðunum í Suðaustur-Asíu. Neyðarvakt var hjá utanríkisráðuneytinu fram yfir miðnætti en þá dró verulega úr hringingum. Á það er að líta að stór svæði eru enn nær alveg símasambandslaus og svo kann að vera að fólk átti sig ekki á að láta vita af sér, ef allt er í lagi hjá því. Engar vísbendingar eru um að Íslendingar hafi slasast eða farist. Talið er að um 200 Íslendingar séu á hamfarasvæðunum.Vitað er um a.m.k. fimm Norðmenn, þrjá Dani og tvo Svía sem létust í hamförunum. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×