Guðjón eða Gary? 21. október 2004 00:01 Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson er enn úti á Englandi þar sem hann freistar þess að ná sér í þjálfarastöðu. Hann hefur rætt við nokkur félög í þessari viku og um helgina mun hann spjalla við forráðamenn Leicester City. Á meðan sitja Grindvíkingar með kláran samning til undirritunar sem er byrjaður að rykfalla. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagðist vera þolinmóður og hann mun gefa Guðjóni meiri tíma. "Það er bara sama ferli í gangi hjá mér. Ég er að hitta ýmsa aðila og hitti einn klúbb á mánudag og það eru fleiri fundir fram undan," sagði Guðjón í samtali við Fréttablaðið í gær frá Englandi. Eitt þeirra liða sem Guðjón mun hitta er Leicester City en hann fundar með félaginu um helgina. "Ég er einn þriggja eða fjögurra stjóra sem þeir ætla að ræða við þannig að ég hlýt að eiga einhverja möguleika," sagði Guðjón en breskir veðbankar telja líklegast að gamli Liverpool-jaxlinn, Gary McAllister, fái starfið hjá Leicester. Íþróttadeild Fréttablaðsins hafði samband við staðarblöð í Leicester í gær og spurði þá út í málið. Þeir sögðust litlar sem engar fréttir hafa fengið af gangi mála en töldu þó líklegt að McAllister fengi starfið. Þeir sögðust lítið hafa heyrt af Guðjóni og eftir því sem þeir vissu væri hann ekki líklegur til þess að fá starfið. Mörg þekkt nöfn hafa verið orðuð við starfið og nægir þar að nefna menn eins og John Gregory, Gordon Strachan, Steve Cotterill, Glenn Hoddle og Gary Megson. Bráðabrigðastjóri félagsins er Dave Bassett og hann hefur lýst yfir áhuga á að fá starfið.Það er því ljóst að samkeppnin er hörð en Guðjón virðist eiga einhverja möguleika þar sem hann er einn fárra sem fær viðtal. Guðjón staðfesti það að hann sé með fleiri járn í eldinum en alls hefur hann verið í sambandi við fjögur félög á Englandi. Sum þeirra mála sem hann er með í gangi eru á mjög viðkvæmu stigi og því vildi hann lítið tjá sig um þau. Það er nokkur tími liðinn síðan Guðjón var í viðræðum við félög á Englandi og hann neitaði því ekki að það væri gaman að vera kominn aftur í slaginn. "Þetta umhverfi hér er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast á Íslandi. Það er ekkert elsku mamma í bransanum hérna úti. Það er mikill fiðringur í mér að vera kominn í gang en ég reyni að halda væntingum hjá mér niðri því ég geri mér grein fyrir að þetta er erfiður pakki hérna," sagði Guðjón Þórðarson. Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson er enn úti á Englandi þar sem hann freistar þess að ná sér í þjálfarastöðu. Hann hefur rætt við nokkur félög í þessari viku og um helgina mun hann spjalla við forráðamenn Leicester City. Á meðan sitja Grindvíkingar með kláran samning til undirritunar sem er byrjaður að rykfalla. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagðist vera þolinmóður og hann mun gefa Guðjóni meiri tíma. "Það er bara sama ferli í gangi hjá mér. Ég er að hitta ýmsa aðila og hitti einn klúbb á mánudag og það eru fleiri fundir fram undan," sagði Guðjón í samtali við Fréttablaðið í gær frá Englandi. Eitt þeirra liða sem Guðjón mun hitta er Leicester City en hann fundar með félaginu um helgina. "Ég er einn þriggja eða fjögurra stjóra sem þeir ætla að ræða við þannig að ég hlýt að eiga einhverja möguleika," sagði Guðjón en breskir veðbankar telja líklegast að gamli Liverpool-jaxlinn, Gary McAllister, fái starfið hjá Leicester. Íþróttadeild Fréttablaðsins hafði samband við staðarblöð í Leicester í gær og spurði þá út í málið. Þeir sögðust litlar sem engar fréttir hafa fengið af gangi mála en töldu þó líklegt að McAllister fengi starfið. Þeir sögðust lítið hafa heyrt af Guðjóni og eftir því sem þeir vissu væri hann ekki líklegur til þess að fá starfið. Mörg þekkt nöfn hafa verið orðuð við starfið og nægir þar að nefna menn eins og John Gregory, Gordon Strachan, Steve Cotterill, Glenn Hoddle og Gary Megson. Bráðabrigðastjóri félagsins er Dave Bassett og hann hefur lýst yfir áhuga á að fá starfið.Það er því ljóst að samkeppnin er hörð en Guðjón virðist eiga einhverja möguleika þar sem hann er einn fárra sem fær viðtal. Guðjón staðfesti það að hann sé með fleiri járn í eldinum en alls hefur hann verið í sambandi við fjögur félög á Englandi. Sum þeirra mála sem hann er með í gangi eru á mjög viðkvæmu stigi og því vildi hann lítið tjá sig um þau. Það er nokkur tími liðinn síðan Guðjón var í viðræðum við félög á Englandi og hann neitaði því ekki að það væri gaman að vera kominn aftur í slaginn. "Þetta umhverfi hér er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast á Íslandi. Það er ekkert elsku mamma í bransanum hérna úti. Það er mikill fiðringur í mér að vera kominn í gang en ég reyni að halda væntingum hjá mér niðri því ég geri mér grein fyrir að þetta er erfiður pakki hérna," sagði Guðjón Þórðarson.
Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira