Skoðun

Frá degi til dags

Sáttasemjarinn mikli? Það var létt á Davíð Oddssyni í viðtali við Elínu Hirst á Ríkissjónvarpinu í gær, enda augljóst að hann ætlaði að koma fram sem höfðinginn mikli á friðarstól. Þetta er pólitískur leikur sem hann hefur oft tekið áður, eins og til dæmis í bolludagsmálinu. Fyrst segir hann eitthvað sem kemur stórum hluta samfélagsins í uppnám. Síðan eftir nægjanlegan tíma mætir hann í viðtal hjá Ríkissjónvarpinu, pollrólegur, skilur ekkert út á hvað uppnámið gekk, en er nú samt búinn að finna lausn á þessu öllu sem hann segir að allir skynsamir menn ættu að samþykkja. Þar sem hann hefur eflaust talið að sín fyrsta tillaga væri nokkuð sem allir skynsamir menn ættu að samþykkja er kannski spurning hvort skilgreining hans á skynsömum mönnum sé eitthvað að breytast? Hin endalausa spurning Hin endalausa spurning, sem hangið hefur í loftinu í allt sumar en sjaldan hefur verið rúm til að spyrja, er hvað taki við hjá Davíð eftir 15. september. Ekki fyrir svo löngu síðan töldu margir spekúlantar að 15. september yrði hreinlega frestað. Nú telja sumir að Davíð beri þess öll merki nú að hann sé ekki bara að hætta í stóli forsætisráðherra, heldur sé hann að fara að kúpla sig úr pólitíkinni. Ef eitthvað er að merkja varnaðarorð Styrmis Gunnarssonar í Morgunblaðinu um að vargöldin sé bara rétt að byrja ætti að taka slíka spádóma með mikilli varúð. Morgunblaðið segir að nú eigi eftir að taka á valdi auðhringjanna í landinu. Davíð hefur gengið á milli manna og varað þá við hversu miklir glæpamenn sumir stjórnendur þessara auðhringja eru. Því er harla ólíklegt að Davíð treysti öðrum en sjálfum sér til að takast á við Golíat. Næsti snúningur verður kannski að koma Davíð í viðskipta- og iðnaðarráðuneytið.



Skoðun

Sjá meira


×