Sport

FH í góðri stöðu í hálfleik

FH-ingar eru í góðum málum þegar leikir dagsins í Landsbankadeildinni eru hálfnaðir. ÞEir eru eitt núll yfir gegn liði KA á Akureyri, en Skagamenn eru tvö núll yfir gegn liði ÍBV á Akranesi. Verði þetta úrslit leikjanna eru FH-ingar orðnir íslandsmeistarar og í raun þarf mikill viðsnúningur að eiga sér stað í síðari hálfleik ef ÍBV á að ná efsta sætinu. Í fallbaráttunni eru Frammarar í slæmri stöðu, enda tvö núll undir gegn liði Keflavíkur á Laugardalsvelli, á meðan keppinautar þeirra í Víkingi eru 3-1 yfir gegn liði Grindavíkur. Í eina leiknum sem ekki skiptir máli í dag er markalaust, þar sem Fylkir og KR mætast í Árbænum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×