Viðskipti innlent

DeCode lækkar áfram

Gengi DeCode á bandaríska hlutabréfamarkaðinum Nasdaq heldur áfram að lækka. Í viðskiptum í upphafi dags í gær fór hluturinn niður í 6,30 Bandaríkjadal. Markaðsverðmæti félagsins er nú tæplega 25 milljarðar króna. Til samanburðar er markaðsverðmæti Bakkavarar 43,5 milljarðar, Burðaráss 48,4 milljarðar og Straums - fjárfestingarbanka 30,9 milljarðar. Nasdaq markaðurinn hefur tekið mikla niðursveiflu á síðustu vikum og hefur það áhrif á gengi Decode. Búist er við uppgjöri frá Decode í þessari viku og má búast við því að niðurstaða uppgjörsins hafi töluverð áhrif á gengi bréfa í félaginu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×