Í höndum þjóðarinnar 8. júlí 2004 00:01 Hinn 2. júní sl. beitti forseti lýðveldisins heimild í 26. grein stjórnarskrárinnar og synjaði lagafrumvarpi staðfestingar. Í þessari grein stjórnarskrárinnar stendur: "Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Þessi ákvæði eru einföld og skýr. Með ákvörðun forseta var framtíð þessara laga í höndum þjóðarinnar. Í samræmi við þessa ákvörðun forseta lýðveldisins var gefið út svohljóðandi forsetabréf og forsætisráðherra las við upphaf þingfundar sl. mánudag: "Forseti Íslands gerir kunnugt: Forsætisráðherra hefur tjáð mér að nauðsyn beri til að kveðja Alþingi saman til að fjalla um tilhögun atkvæðagreiðslu þeirrar sem ákveðið hefur verið að fram skuli fara um frambúðargildi laga um breytingu á útvarpslögum nr. 53/ 2000 og samkeppnis lögum nr. 8 1993 , sem samþykkt voru á stjórnskipulegan hátt á Alþingi hinn 24. maí sl. Fyrir því hef ég ákveðið samkvæmt tillögu forsætisráðherra að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 5. júlí 2004 kl. 15." Það er því ljóst að fyrir þessu þingi liggur fyrst og fremst að kveða á um tilhögun boðaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Það frumvarp sem ríkisstjórnin nú flytur miðar að því að koma í veg fyrir boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess hefur ríkisstjórnin engan rétt og Alþingi ekki heldur. Þjóðin á samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar að kveða upp dóm um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hlutverk stjórnmálamanna í þessu sambandi er einungis að greiða fyrir að svo megi verða. Málið er því afar einfalt og hreinir úrúrsnúningar að þyrla um framkvæmdina moldviðri. Þjóðin hlýtur að mótmæla þeirri gerræðislegu ætlan ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafa af þjóðinni stjórnarskrárvarinn kosningarétt með bellibrögðum. Væri þeim nær að minnast orða Njáls á Bergþórshvoli að ,,með lögum skal land byggja". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hinn 2. júní sl. beitti forseti lýðveldisins heimild í 26. grein stjórnarskrárinnar og synjaði lagafrumvarpi staðfestingar. Í þessari grein stjórnarskrárinnar stendur: "Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Þessi ákvæði eru einföld og skýr. Með ákvörðun forseta var framtíð þessara laga í höndum þjóðarinnar. Í samræmi við þessa ákvörðun forseta lýðveldisins var gefið út svohljóðandi forsetabréf og forsætisráðherra las við upphaf þingfundar sl. mánudag: "Forseti Íslands gerir kunnugt: Forsætisráðherra hefur tjáð mér að nauðsyn beri til að kveðja Alþingi saman til að fjalla um tilhögun atkvæðagreiðslu þeirrar sem ákveðið hefur verið að fram skuli fara um frambúðargildi laga um breytingu á útvarpslögum nr. 53/ 2000 og samkeppnis lögum nr. 8 1993 , sem samþykkt voru á stjórnskipulegan hátt á Alþingi hinn 24. maí sl. Fyrir því hef ég ákveðið samkvæmt tillögu forsætisráðherra að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 5. júlí 2004 kl. 15." Það er því ljóst að fyrir þessu þingi liggur fyrst og fremst að kveða á um tilhögun boðaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Það frumvarp sem ríkisstjórnin nú flytur miðar að því að koma í veg fyrir boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess hefur ríkisstjórnin engan rétt og Alþingi ekki heldur. Þjóðin á samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar að kveða upp dóm um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hlutverk stjórnmálamanna í þessu sambandi er einungis að greiða fyrir að svo megi verða. Málið er því afar einfalt og hreinir úrúrsnúningar að þyrla um framkvæmdina moldviðri. Þjóðin hlýtur að mótmæla þeirri gerræðislegu ætlan ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafa af þjóðinni stjórnarskrárvarinn kosningarétt með bellibrögðum. Væri þeim nær að minnast orða Njáls á Bergþórshvoli að ,,með lögum skal land byggja".
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar