Innlent

Loðna norðvestur af landinu

MYND/365
Loðna hefur fundist djúpt norðvestur af landinu, en þar hefur hafrannsóknaskip verið við leit ásamt sex loðnuskipum, sem leitað hafa skipulega. Þau hafa öll fengið afla og í dag landar Huginn VE til dæmis 400 tonnum af frystri loðnu á Akureyri. Síðastliðin tvö haust gekk erfiðlega að finna loðnuna á þessum tíma, en þá komust leitarskipin ekki eins norðarlega og nú vegna hafíss.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×