Vilji þjóðarinnar er æðri 30. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvart skýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna um kosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillögum sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent.Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent -- hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bilinu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið -- það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku -- og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna.Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lögunum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað.Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosningum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðslan snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðlilegt væri að boða til nýrra þingkosninga strax.Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent atkvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis -- vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans?Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands -- en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvart skýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna um kosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillögum sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent.Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent -- hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bilinu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haarde og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið -- það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku -- og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna.Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lögunum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað.Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosningum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðslan snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðlilegt væri að boða til nýrra þingkosninga strax.Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent atkvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis -- vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans?Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands -- en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun