Loforð og svik stjórnarþingmanna 15. júní 2004 00:01 Fiskveiðistjórnun - Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Ekki vantaði loforðin hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna um að sóknarkerfi handfærabáta skyldi varið af öllum mætti. Þessum orðum má finna stað bæði í ræðu og riti fyrir og eftir kosningar vorið 2003. Auk þess vitnuðu þingmenn úr norðvestur kjördæmi á stórfundi undir yfirskriftinni "Orð skulu standa" um staðfestan ásetning sinn í september sl. á Ísafirði. Loforðin voru svikin eina ferðina enn. Áhættan sem nú er tekin með kvótasetningu smábátanna er mjög mikil og eins og áður snýst málið um byggðina í landinu og fólkið í sjávarbyggðunum. En hver er skylda okkar við fólkið í landinu? Í fyrstu gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er markmið laganna og þar með tilgangi þeirra lýst svo: "Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (þ.e. nytjastofna fiskjar á Íslandsmiðum) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu". Við eigum sem sagt að stuðla að verndum og viðhaldi fiskstofna og við eigum að halda uppi veiðum sem eru hagkvæmar, orkusparandi og vernda lífríkið. Þessu markmiði laga var ekki sýnd nein virðing. Þeir sem töldu ávinning í kvótaverðmætum fengu ráðið för. Atvinnuréttur annarra er látinn víkja fyrir ákefðinni í kvótastýringu veiða. Stjórnvöld sjást ekki fyrir og telja kvótakerfi allra meina bót þó árangur kvótakerfa í botnfiskveiðum sé víðast hvar enginn. Nýjasta dæmið er kvótastýring í Barentshafi. Aðeins tíu fyrirtæki eiga nú yfir 50% af óveiddum fiski í sjónum og leiguliðar greiða þeim hátt verð fyrir veiðiréttinn. Sjómenn borga veiðiréttarhöfum fyrir svo þeir fái að stunda atvinnu sína. Laun þeirra lækka sem veiðigjaldinu nemur. Allt eru þetta verk ríkisstjórnarinnar sem samþykkt hefur kvótalögin og gert þau þannig úr garði að þetta fyrirkomulag vistarbandsins er nú aftur orðið löglegt. Það er löggjöfin sem ríkisstjórnin ákveður sem býr til leigu- og sölukvóta í fiski og landbúnaðarkvótinn í mjólk heftir nú endurnýjun í sveitum landsins. Störfum og fólki fækkar víða á landsbyggðinni. Atvinnuréttur í dreifðum byggðum er fólkinu þar mikils virði eins og fólkinu á fjölmiðlunum er atvinnuréttur og afkomuöryggi. Afleiðingarnar fyrir landsbyggðarfólk sem á húseign í atvinnulausu plássi eru því miklu verri þar sem ævisparnaður flestra er húsnæðið sem fjölskyldan býr í. Lýðréttindi fólksins til atvinnu í sjávarbyggðum eru stjórnvöldum einskis virði. Annað verður ekki ráðið af verkum þeirra því nú skal veiðireynsla trillusjómanna seld hæstbjóðanda. Kosningaloforð stjórnarþingmanna um réttlæti og sanngirni eru gleymd. Og "Fólk í fyrirrúmi" er líka gleymt. Það er sannfæring þess sem þetta ritar að mikil verðmæti fyrir framtíðina séu í því fólgin að halda landinu sem mest í byggð. Ísland er vaxandi ferðamannaland og saga þess og atvinnuhættir selja á markaði ferðamennskunnar til jafns á við náttúrufegurð ef við verðum svo gæfusöm að byggja landið. Stundargróði kvótaeigenda verður að víkja fyrir hagsmunum þjóðarheildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Fiskveiðistjórnun - Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Ekki vantaði loforðin hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna um að sóknarkerfi handfærabáta skyldi varið af öllum mætti. Þessum orðum má finna stað bæði í ræðu og riti fyrir og eftir kosningar vorið 2003. Auk þess vitnuðu þingmenn úr norðvestur kjördæmi á stórfundi undir yfirskriftinni "Orð skulu standa" um staðfestan ásetning sinn í september sl. á Ísafirði. Loforðin voru svikin eina ferðina enn. Áhættan sem nú er tekin með kvótasetningu smábátanna er mjög mikil og eins og áður snýst málið um byggðina í landinu og fólkið í sjávarbyggðunum. En hver er skylda okkar við fólkið í landinu? Í fyrstu gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er markmið laganna og þar með tilgangi þeirra lýst svo: "Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (þ.e. nytjastofna fiskjar á Íslandsmiðum) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu". Við eigum sem sagt að stuðla að verndum og viðhaldi fiskstofna og við eigum að halda uppi veiðum sem eru hagkvæmar, orkusparandi og vernda lífríkið. Þessu markmiði laga var ekki sýnd nein virðing. Þeir sem töldu ávinning í kvótaverðmætum fengu ráðið för. Atvinnuréttur annarra er látinn víkja fyrir ákefðinni í kvótastýringu veiða. Stjórnvöld sjást ekki fyrir og telja kvótakerfi allra meina bót þó árangur kvótakerfa í botnfiskveiðum sé víðast hvar enginn. Nýjasta dæmið er kvótastýring í Barentshafi. Aðeins tíu fyrirtæki eiga nú yfir 50% af óveiddum fiski í sjónum og leiguliðar greiða þeim hátt verð fyrir veiðiréttinn. Sjómenn borga veiðiréttarhöfum fyrir svo þeir fái að stunda atvinnu sína. Laun þeirra lækka sem veiðigjaldinu nemur. Allt eru þetta verk ríkisstjórnarinnar sem samþykkt hefur kvótalögin og gert þau þannig úr garði að þetta fyrirkomulag vistarbandsins er nú aftur orðið löglegt. Það er löggjöfin sem ríkisstjórnin ákveður sem býr til leigu- og sölukvóta í fiski og landbúnaðarkvótinn í mjólk heftir nú endurnýjun í sveitum landsins. Störfum og fólki fækkar víða á landsbyggðinni. Atvinnuréttur í dreifðum byggðum er fólkinu þar mikils virði eins og fólkinu á fjölmiðlunum er atvinnuréttur og afkomuöryggi. Afleiðingarnar fyrir landsbyggðarfólk sem á húseign í atvinnulausu plássi eru því miklu verri þar sem ævisparnaður flestra er húsnæðið sem fjölskyldan býr í. Lýðréttindi fólksins til atvinnu í sjávarbyggðum eru stjórnvöldum einskis virði. Annað verður ekki ráðið af verkum þeirra því nú skal veiðireynsla trillusjómanna seld hæstbjóðanda. Kosningaloforð stjórnarþingmanna um réttlæti og sanngirni eru gleymd. Og "Fólk í fyrirrúmi" er líka gleymt. Það er sannfæring þess sem þetta ritar að mikil verðmæti fyrir framtíðina séu í því fólgin að halda landinu sem mest í byggð. Ísland er vaxandi ferðamannaland og saga þess og atvinnuhættir selja á markaði ferðamennskunnar til jafns á við náttúrufegurð ef við verðum svo gæfusöm að byggja landið. Stundargróði kvótaeigenda verður að víkja fyrir hagsmunum þjóðarheildar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun