Sport

Rothen úr leik í tvo mánuði

Franska liðið Paris St. Germain varð fyrir blóðtöku í leik gegn Porto í Meistaradeild Evrópu þegar miðjumaðurinn Jerome Rothen brákaði ökkla. Rannsókn leiddi í ljós að Rothen verður frá keppni næstu tvo mánuði. Það er skammt stórra högga á milli í meiðslum hjá Frakkanum knáa því hann fór í nárauppskurð um miðjan september og var frá í tvær vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×