Flokkur í álögum 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosninga hljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forsetakosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forsetakosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum -- 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað -- fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfirlýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórnarflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetningu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 prósent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins -- og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverja hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannesar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neittu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því -- og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð -- að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæðabærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer formönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reiknisaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meirihluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Davíðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harðlínumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slíkur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Viðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosninga hljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forsetakosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forsetakosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum -- 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað -- fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfirlýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórnarflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetningu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 prósent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins -- og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverja hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannesar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neittu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því -- og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð -- að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæðabærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer formönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reiknisaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meirihluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Davíðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harðlínumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slíkur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun