Landbúnaður skerðir kjör 29. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun á fimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni má sjá mjög mikinn mun á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverðan mun á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munurinn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytendinn hafi val. Hann getur valið meiri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaðri þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtunum milli ódýrustu verslunarinnar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvörum var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum myndi ekkert breytast við frjálsari verðlagningu myndi það eftir sem áður leiða til þess að í ódýrustu verslununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 prósent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 prósent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytendur sem vildu teygja sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleiðendur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórnvöld girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verðlagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Íslandi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun á fimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni má sjá mjög mikinn mun á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverðan mun á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munurinn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytendinn hafi val. Hann getur valið meiri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaðri þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtunum milli ódýrustu verslunarinnar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvörum var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum myndi ekkert breytast við frjálsari verðlagningu myndi það eftir sem áður leiða til þess að í ódýrustu verslununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 prósent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 prósent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytendur sem vildu teygja sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleiðendur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórnvöld girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verðlagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Íslandi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðarmálum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun