Lífið

Markaðsvæðing tilfinninga

Viðskipti með egg úr konum hafa verið til umræðu eftir að frjógvunarfyrirtækið Art Medica tilkynnti að það myndi greiða konum fyrir egg sín, en mikill skortur mun vera á þeim. Landlæknir segir málið vera á gráðu svæði. Fréttablaðið spurði Bryndísi Valsdóttur, siðfræðing, álits. Eru viðskipti egg úr konum siðferðislega réttlætanleg?" Mér finnst það ekki. Það er til dæmis eðlismunur á eggjagjöfum annars vegar og sölu hins vegar. Hugsanlega má réttlæta eggjagjafir rétt eins og lífsýnagjöf. Með sölu á eggjum getur það gerst að samþykki einstaklingsins verði ekki fyllilega óþvingað. Til dæmis má líta á bág kjör sem hvata til að láta undan freistunginni um að selja hluta af sjálfum Er hægt að draga mörkin við hvað er réttlætanlegt að selja? "Það fer eftir því hvort það sé stigs- eða eðlismunur á því sem er borið saman. Ef það er eðlismunur milli tveggja hluta er hægt að draga ákveðin mörk og færa rök fyrir því. Það er hins vegar aðeins stigs- en ekki eðlismunur á því að selja egg úr manneskju eða gerast leigumóðir. Við slíkar aðstæður er erfiðara að draga mörkin. Næsta skref gæti eins verið að konur gerist leigumæður og þá er hætta á að fólk sé farið selja tilfinningar sínar án þess að gera sér fyllilega grein fyrir hvað í því felst. Við slíkar aðstæður eru tilfinningar orðnar eins og hver önnur markaðsvara.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.