Lífið

Tónlistarjól

Sala á hljómplötum hefur aukist um tæp 30 prósent frá því á síðasta ári, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá Félagi hljómplötuútgefenda. Í vikunni 5.-12. desember seldust 30 mest seldu plöturnar í tæpum 17.500 eintökum, sem er um 7.000 eintökum fleiri en seldust vikuna þar á undan. Félag hljómplötuútgefenda segir því ljóst að landsmenn eru að renna inn í stór tónlistarjól. Rúmlega 170 nýjar hljómplötur eru gefnar út fyrir þessi jól, frá fjölda útgefenda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.