Hagsmunum stefnt í hættu Björgvin Guðmundsson skrifar 14. desember 2004 00:01 Efnahagsmálin - Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Seðlabankinn hækkaði í byrjun desember stýrivexti um eitt prósentustig eða í 8,25%. Í kjölfarið hækkaði íslenska krónan um 2,8%. Gengi dollars fór við það í sögulegt lágmark eða í tæpar 62 kr. Það vill segja, að útflutningur í dollurum, sem fyrir fáum árum lagði sig á 110 milljónir króna gaf eftir þessar ráðstafanir Seðlabankans innan við 62 milljónir kr. Samtök atvinnuveganna hafa reiknað út að þetta þýði 15 milljarða króna tekjulækkun hjá útflutningsatvinnuvegunum á ársgrundvelli. Þetta er hrap útflutningsverðmætis og setur útflutninginn í stórhættu. Enda eru mörg útflutningsfyrirtæki í miklum rekstrarerfiðleikum í dag. Útflutningstekjurnar hafa hrunið. Það sem bjargar mörgum fyrirtækjum er að þau eru með blandaðan rekstur, útgerð og fiskvinnslu og mörg þeirra skulda mikið erlendis í dollurum og þau njóta þess við lækkun dollars. En það á ekki við nema hluta fyrirtækjanna. Hér áður fyrr, þegar slíkir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útflutningnum eins og nú gerist, var venjan að fella gengið en það er liðin tíð. Nú mega fyrirtækin stöðvast og segja upp starfsfólki sínu. Fáir virðast hafa áhyggjur af því. Rök Seðlabankans fyrir mikilli hækkun stýrivaxta eru þau að slá þurfi á þenslu í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu. Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu innan 2,5% á ársgrundvelli en verðbólgan er talsvert yfir því marki í dag. Seðlabankinn spáir 3,5% verðbólgu næstu 24 mánuði en aðrir spá allt að 3,9% verðbólgu. Útlit var fyrir, að þensla og verðbólga myndu aukast á næstunni. Miklar framkvæmdir við Kárahnjúka valda þar miklu en einnig aðrar framkvæmdir svo og mikil eftirspurn eftir húsnæði, sem hefur sprengt upp fasteignaverð. Hin nýju íbúðalán bankanna á lágum vöxtum, 4,15%, og lánveitingar upp í 100% af verði fasteigna hafa ýtt upp fasteignaverði. Þá á hátt olíuverð einnig þátt í aukinni verðbólgu. Það á eftir að koma í ljós hvort vaxtahækkun Seðlabankans slær verulega á verðbólguna. Líklegt er að svo verði en ef viðskiptabankarnir hækka sína útlánsvexti í takt við vaxtahækkun Seðlabankans er hætt við að vaxtahækkunin fari að hluta til út í verðlagið og valdi aukinni verðbólgu, sem verkar þá gegn vaxtahækkun bankans. Mjög eru skiptar skoðanir um vaxtahækkanir Seðlabankans. Hagfræðingar viðurkenna að vaxtahækkun dragi yfirleitt úr þenslu en stjórnmálamenn eru ekki allir ánægðir með aðgerðir Seðlabankans. Þannig gagnrýndi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður vaxtahækkun Seðlabankans harðlega á alþingi og sagði að hún stefndi hagsmunum útflutningsatvinnuveganna í hættu. Einnig fór mjög fyrir brjóstið á Einari að Seðlabankinn taldi ríkisstjórnina ekki sýna nægilegt aðhald í ríkisfjármálum en Einar Oddur er varaformaður fjárlaganefndar. Var að skilja á Einari Oddi í ræðu á alþingi að hann teldi Seðlabankann óþarfan og að leggja mætti hann niður. Einar Oddur sagði þó síðar að þessi orð hefðu verið sögð í hálfkæringi. Enda þótt deila megi um aðgerðir Seðlabankans nú tel ég að Seðlabankinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Og síðan sjálfstæði Seðlabankans var aukið hefur bankinn sýnt að hann getur veitt ríkisvaldinu aðhald í efnahagsmálum eins og hann á að gera. Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur staðið sig nokkuð vel í þessu efni. En betur má ef duga skal. Sjálfstæði Seðlabankans þarf enn að auka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Efnahagsmálin - Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Seðlabankinn hækkaði í byrjun desember stýrivexti um eitt prósentustig eða í 8,25%. Í kjölfarið hækkaði íslenska krónan um 2,8%. Gengi dollars fór við það í sögulegt lágmark eða í tæpar 62 kr. Það vill segja, að útflutningur í dollurum, sem fyrir fáum árum lagði sig á 110 milljónir króna gaf eftir þessar ráðstafanir Seðlabankans innan við 62 milljónir kr. Samtök atvinnuveganna hafa reiknað út að þetta þýði 15 milljarða króna tekjulækkun hjá útflutningsatvinnuvegunum á ársgrundvelli. Þetta er hrap útflutningsverðmætis og setur útflutninginn í stórhættu. Enda eru mörg útflutningsfyrirtæki í miklum rekstrarerfiðleikum í dag. Útflutningstekjurnar hafa hrunið. Það sem bjargar mörgum fyrirtækjum er að þau eru með blandaðan rekstur, útgerð og fiskvinnslu og mörg þeirra skulda mikið erlendis í dollurum og þau njóta þess við lækkun dollars. En það á ekki við nema hluta fyrirtækjanna. Hér áður fyrr, þegar slíkir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útflutningnum eins og nú gerist, var venjan að fella gengið en það er liðin tíð. Nú mega fyrirtækin stöðvast og segja upp starfsfólki sínu. Fáir virðast hafa áhyggjur af því. Rök Seðlabankans fyrir mikilli hækkun stýrivaxta eru þau að slá þurfi á þenslu í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu. Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu innan 2,5% á ársgrundvelli en verðbólgan er talsvert yfir því marki í dag. Seðlabankinn spáir 3,5% verðbólgu næstu 24 mánuði en aðrir spá allt að 3,9% verðbólgu. Útlit var fyrir, að þensla og verðbólga myndu aukast á næstunni. Miklar framkvæmdir við Kárahnjúka valda þar miklu en einnig aðrar framkvæmdir svo og mikil eftirspurn eftir húsnæði, sem hefur sprengt upp fasteignaverð. Hin nýju íbúðalán bankanna á lágum vöxtum, 4,15%, og lánveitingar upp í 100% af verði fasteigna hafa ýtt upp fasteignaverði. Þá á hátt olíuverð einnig þátt í aukinni verðbólgu. Það á eftir að koma í ljós hvort vaxtahækkun Seðlabankans slær verulega á verðbólguna. Líklegt er að svo verði en ef viðskiptabankarnir hækka sína útlánsvexti í takt við vaxtahækkun Seðlabankans er hætt við að vaxtahækkunin fari að hluta til út í verðlagið og valdi aukinni verðbólgu, sem verkar þá gegn vaxtahækkun bankans. Mjög eru skiptar skoðanir um vaxtahækkanir Seðlabankans. Hagfræðingar viðurkenna að vaxtahækkun dragi yfirleitt úr þenslu en stjórnmálamenn eru ekki allir ánægðir með aðgerðir Seðlabankans. Þannig gagnrýndi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður vaxtahækkun Seðlabankans harðlega á alþingi og sagði að hún stefndi hagsmunum útflutningsatvinnuveganna í hættu. Einnig fór mjög fyrir brjóstið á Einari að Seðlabankinn taldi ríkisstjórnina ekki sýna nægilegt aðhald í ríkisfjármálum en Einar Oddur er varaformaður fjárlaganefndar. Var að skilja á Einari Oddi í ræðu á alþingi að hann teldi Seðlabankann óþarfan og að leggja mætti hann niður. Einar Oddur sagði þó síðar að þessi orð hefðu verið sögð í hálfkæringi. Enda þótt deila megi um aðgerðir Seðlabankans nú tel ég að Seðlabankinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Og síðan sjálfstæði Seðlabankans var aukið hefur bankinn sýnt að hann getur veitt ríkisvaldinu aðhald í efnahagsmálum eins og hann á að gera. Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur staðið sig nokkuð vel í þessu efni. En betur má ef duga skal. Sjálfstæði Seðlabankans þarf enn að auka.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun