Viðskipti innlent

KB banki langstærstur

HB Grandi og Opin kerfi falla út úr úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands um næstu áramót. Í stað þeirra koma Flugleiðir á ný inn í vísitöluna og Kögun sem er að ljúka yfirtöku Opinna kerfa mun koma í úrvalsvísitölu fimmtán fyrirtækja. Kb banki mun sem fyrr vega þyngst í vísitölunni. Vægi bankans er 38,7 prósent af vísitölunni. Fjármálafyrirtæki vega tæp 62 prósent af vísitölunni. Vægi sjávarútvegs er hins vegar einungis 2,21 prósent af vísitölunni. Vægi fimm stærstu fyrirtækjanna í úrvalsvísitölunni er 76,8 prósent. Við val á fyrirtækjum í vísitölurnar er horft til nokkurra þátta. Fyrst eru valin 20 félög sem mest viðskipti er með í Kauphöll Íslands og þeim raðað eftir markaðsvirði leiðréttu fyrir floti eða þeim hlutabréfum sem eru virk á markaði. Kauphöllin setur síðan skilyrði um verðbil í kaup- og sölutilboðum og á það ekki að vera meira en 1,5 prósent að meðaltali. HB Grandi féll einmitt úr vísitölunni á þeirri forsendu og Medcare Flaga fór inn fyrir vikið. Þrjú félög sem náðu inn í vísitöluna uppfylla ekki verðbilsskilyrðin.  Í herbúðum Landsbankans er líklegasta skýring fréttarinnar talin sú að nafn bankans hafi komið upp í viðræðum um kaup á fjármálafyrirtækjum, síðast verðbréfafyrirtækinu Numis. Þrálátur orðrómur er um að Landsbankinn leiti fjármálafyrirtækja, bæði í Bretlandi, á Norðurlöndunum og í Lettlandi, þar sem talið er að áhugi sé á Parex-bankanum í Riga. Ekkert mun þó enn sem komið er fast í hendi um hugsanleg kaup bankans erlendis, en stjórnendur og eigendur bankans hafa lýst því yfir að hugað sé að vexti erlendis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×