Sport

Ljungberg ekki gegn Portsmouth

Freddie Ljungberg, leikmaður Arsenal, missir að öllum líkindum að næsta leik liðsins sem verður gegn Portsmouth á sunnudaginn kemur. Hinn 27 ára gamli Ljungberg á við mígreni að stríða og gat af þeim orsökum ekki verið með í leiknum gegn Chelsea í fyrradag sem endaði með jafntefli, 2-2. "Læknirinn hans sagði okkur að gefa honum frí frá æfingum í a.m.k. fjóra daga," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Ljungberg lék síðast með liðinu 4. desember sl. þegar Arsenal vann Birmingham, 3-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×