Ólæti og umgengni ógna tjaldsvæði 13. desember 2004 00:01 Samkvæmt greinargerð um rekstur tjaldsvæðanna á Akureyri um síðastliðna verslunarmannahelgi þarf annaðhvort að loka tjaldsvæðinu í nágrenni sundlaugar bæjarins eða ráðast í umfangsmiklar og fjárfrekar endurbætur. Greinargerðin hefur verið lögð fyrir bæjarráð, sem vísaði henni til framkvæmdaráðs þar sem hún er nú til efnislegrar meðferðar. Samkvæmt heimildum blaðsins er líklegt að niðurstaðan verði sú að tjaldsvæðinu verði lokað innan fárra ára frekar en að lagt verði út í mikinn kostnað við endurbætur. Umgengni um tjaldsvæðið við Þórunnarstræti á Akureyri, í nágrenni sundlaugarinnar, hefur löngum þótt slæm þegar mikill fjöldi hefur verið saman kominn á svæðinu. Íbúum í nágrenni svæðisins fannst keyra um þverbak um verslunarmannahelgina síðastliðið sumar og komu á framfæri kvörtunum við bæjaryfirvöld. Mikið var um skemmdarverk á svæðinu en að minnsta kosti fimm salerni voru brotin, sem og skilrúm og hurðir að salernisaðstöðu. Tjaldsvæðið var yfirfullt en þá voru þar 1.400 gestir; að mestu ungt fólk. "Þrátt fyrir verulegan viðbúnað við Þórunnarstræti varð staðan þannig um verslunarmannahelgina að ekki er hægt að sætta sig við það til frambúðar," segir í greinargerðinni en það var stjórn tjaldsvæðanna sem tók hana saman. Í greinargerðinni er minnst á gamla hugmynd um nýtingu tjaldsvæðisins við Þórunnarstræti en hún gengur út á að gera svæðið að "lúxustjaldsvæði", fyrir tiltölulega fáa gesti, þar sem gistigjald væri töluvert hærra en á öðrum tjaldsvæðum bæjarins. Stjórnin telur tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lítt aðlaðandi sem gistisvæði, eins og það nú er, og telur vel koma til greina að loka því alfarið. Sú ákvörðun er í höndum bæjaryfirvalda og leggur stjórn tjaldsvæðanna til að ákvörðun um framtíð tjaldsvæðisins verði tekin fyrir áramót. Innlent Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Samkvæmt greinargerð um rekstur tjaldsvæðanna á Akureyri um síðastliðna verslunarmannahelgi þarf annaðhvort að loka tjaldsvæðinu í nágrenni sundlaugar bæjarins eða ráðast í umfangsmiklar og fjárfrekar endurbætur. Greinargerðin hefur verið lögð fyrir bæjarráð, sem vísaði henni til framkvæmdaráðs þar sem hún er nú til efnislegrar meðferðar. Samkvæmt heimildum blaðsins er líklegt að niðurstaðan verði sú að tjaldsvæðinu verði lokað innan fárra ára frekar en að lagt verði út í mikinn kostnað við endurbætur. Umgengni um tjaldsvæðið við Þórunnarstræti á Akureyri, í nágrenni sundlaugarinnar, hefur löngum þótt slæm þegar mikill fjöldi hefur verið saman kominn á svæðinu. Íbúum í nágrenni svæðisins fannst keyra um þverbak um verslunarmannahelgina síðastliðið sumar og komu á framfæri kvörtunum við bæjaryfirvöld. Mikið var um skemmdarverk á svæðinu en að minnsta kosti fimm salerni voru brotin, sem og skilrúm og hurðir að salernisaðstöðu. Tjaldsvæðið var yfirfullt en þá voru þar 1.400 gestir; að mestu ungt fólk. "Þrátt fyrir verulegan viðbúnað við Þórunnarstræti varð staðan þannig um verslunarmannahelgina að ekki er hægt að sætta sig við það til frambúðar," segir í greinargerðinni en það var stjórn tjaldsvæðanna sem tók hana saman. Í greinargerðinni er minnst á gamla hugmynd um nýtingu tjaldsvæðisins við Þórunnarstræti en hún gengur út á að gera svæðið að "lúxustjaldsvæði", fyrir tiltölulega fáa gesti, þar sem gistigjald væri töluvert hærra en á öðrum tjaldsvæðum bæjarins. Stjórnin telur tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lítt aðlaðandi sem gistisvæði, eins og það nú er, og telur vel koma til greina að loka því alfarið. Sú ákvörðun er í höndum bæjaryfirvalda og leggur stjórn tjaldsvæðanna til að ákvörðun um framtíð tjaldsvæðisins verði tekin fyrir áramót.
Innlent Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira