Lífið

Uppgjör styrktartónleika

Hagnaður af tónleikum sem haldnir voru til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í Hallgrímskirkju nemur 4.748.882 krónum. Tekjur vegna seldra aðgöngumiða námu tæplega 8 milljónum króna en heildartekjur námu alls rúmlega 13,1 milljón króna. Þá nam heildarkostnaður tæplega 8,5 milljónum króna. Alls voru tónleikarnir þrír talsins og listamönnum tónleikanna voru greiddar rúmlega 6,2 milljónir króna fyrir framlag þeirra. Skipuleggjandi tónleikanna, Kynning ehf. og Ólafur M. Magnússon gaf að venju alla vinnu sína. Hagnaðurinn var afhentur stjórn styrktarfélagsins í gær ásamt lokauppgjöri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.