Erlent

Þyrla hrapaði í hafið við Alaska

Þyrla strandgæslunnar í Alaska hrapaði í Barentshafið með 10 manna áhöfn. Fjórum var bjargað af annarri þyrlu en sex er saknað. Þyrlan var að ferja menn úr áhöfn flutningaskips sem hafði strandað nærri Unalaska eyju þegar hún hrapaði í sjóinn. Leitað var að þeim sem saknað er úr lofti í gær en leitin skilaði engum árangri. Talið er víst að mennirnir séu nú látnir. Bilun kom upp í flutningaskipinu á þriðjudaginn og rak það stjórnlaust að upp að strönd eyjunnar þar sem það brotnaði í tvennt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×