Bókaþjóð eða bókmenntaþjóð? 8. desember 2004 00:01 Enn ein bókajólin og allt komið í brjál. Búið að tilnefna til Bókmenntaverðlaunanna og allir fúlir. En við hverju bjóst fólk, þegar fræðingar úr viðskiptageiranum er fengnir til að meta bókmenntaverk? Á í framhaldi að fá bókmenntafræðinga til þess að veita ráð í verðbréfaviðskiptum? Eða virkar þetta bara aðra leiðina á þeim tímum yfirgangs peningaáherslu og græðgi sem við lifum? Enginn marktækur á neinu sviði mannlífsins nema hann hafi forskeytin viðsk-,fjárm- eða lög- í menntun sinni. Skítt með það hvort þeir hafi einhvern tímann lesið skáldverk, eða bara sýnt þeim lágmarks áhuga. En, þetta heita jú einu sinni Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki Íslensku bókaverðlaunin. Annars er brjálið sem er í gangi dálítið áhugavert. Vaka/Helgafell heldur áfram að klúðra markaðssetningu á sínum skáldprinsi, Ólafi Jóhanni. Nú eru það auglýsingar þar sem birtar eru setningar bók hans til hróss og undir setningunum stendur ýmist "Morgunblaðið" eða "Sjónvarpið". Það eru tíðindi. Hingað til hafa hvorki Morgunblaðið né Sjónvarpið haft skoðun á bókmenntum, þaðan af síður að til séu bókmenntagagnrýnendur með þessu nafni. Það kann að vera að þeir hjá Vöku/Helgafelli álíti þessa þjóð heimska - en svo heimsk er hún ekki að hún láti bjóða sér svona slummur í markaðssetningum, rjúki til og kaupi bókina. Það versta við þetta er að eini maðurinn sem ber skaða af dellunni er höfundurinn. Sem er synd, vegna þess að bókin hans á það ekki skilið. Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvaða bækur eru í umræðunni og hvaða bækur eru ekki í umræðunni. Það virðist fyrirfram ákveðin niðurstaða að þegja sumar bækur í hel. Nefni þar sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson, sem gerir ekkert annað en að koma á óvart á hverri síðu. Bók sem er búin öllum þeim kostum sem gott bókmenntaverk má prýða. Áhugaverð og vel skrifuð saga. Feykilega þroskaður og öruggur stíll og frásagnarháttur. Ljóðrænir sprettir lausir við tilgerð og falla vel að sögunni. Heillandi vald á tungumálinu. Af öllum þeim bókum sem maður hvolfir í sig um nætur þetta misserið er hún sú eftirminnilegasta - og með þeim allra, allra bestu. Hvernig má það vera að þetta bókmenntaverk kemst ekki í umræðuna? Aldrei heyrir maður heldur minnst á ævisögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, sögu einhvers áhugaverðasta tónlistarmanns okkar tíma, mannsins sem hefur varið lífi sínu í að kenna okkur að hlusta á góða tónlist og hvernig góð rödd hljómar. Það fréttist líka lítið af Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur og Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur, ólíkum bókmenntaverkum sem standa vel fyrir sínu og flestir sem lesa hrífast af. Hvers vegna er hávaðinn út af örfáum bókum í klikkaðri markaðssetningu svo mikill að góðu verkin, sem standa fyllilega fyrir sínu og vel það, hverfa í skuggann? Spyr sá sem ekki skilur auglýsingaofbeldi - og þaðan af síður dómnefndir sem eru illa læsar á bókmenntir.Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn ein bókajólin og allt komið í brjál. Búið að tilnefna til Bókmenntaverðlaunanna og allir fúlir. En við hverju bjóst fólk, þegar fræðingar úr viðskiptageiranum er fengnir til að meta bókmenntaverk? Á í framhaldi að fá bókmenntafræðinga til þess að veita ráð í verðbréfaviðskiptum? Eða virkar þetta bara aðra leiðina á þeim tímum yfirgangs peningaáherslu og græðgi sem við lifum? Enginn marktækur á neinu sviði mannlífsins nema hann hafi forskeytin viðsk-,fjárm- eða lög- í menntun sinni. Skítt með það hvort þeir hafi einhvern tímann lesið skáldverk, eða bara sýnt þeim lágmarks áhuga. En, þetta heita jú einu sinni Íslensku bókmenntaverðlaunin, ekki Íslensku bókaverðlaunin. Annars er brjálið sem er í gangi dálítið áhugavert. Vaka/Helgafell heldur áfram að klúðra markaðssetningu á sínum skáldprinsi, Ólafi Jóhanni. Nú eru það auglýsingar þar sem birtar eru setningar bók hans til hróss og undir setningunum stendur ýmist "Morgunblaðið" eða "Sjónvarpið". Það eru tíðindi. Hingað til hafa hvorki Morgunblaðið né Sjónvarpið haft skoðun á bókmenntum, þaðan af síður að til séu bókmenntagagnrýnendur með þessu nafni. Það kann að vera að þeir hjá Vöku/Helgafelli álíti þessa þjóð heimska - en svo heimsk er hún ekki að hún láti bjóða sér svona slummur í markaðssetningum, rjúki til og kaupi bókina. Það versta við þetta er að eini maðurinn sem ber skaða af dellunni er höfundurinn. Sem er synd, vegna þess að bókin hans á það ekki skilið. Það er líka merkilegt að fylgjast með því hvaða bækur eru í umræðunni og hvaða bækur eru ekki í umræðunni. Það virðist fyrirfram ákveðin niðurstaða að þegja sumar bækur í hel. Nefni þar sem dæmi Flóttann eftir Sindra Freysson, sem gerir ekkert annað en að koma á óvart á hverri síðu. Bók sem er búin öllum þeim kostum sem gott bókmenntaverk má prýða. Áhugaverð og vel skrifuð saga. Feykilega þroskaður og öruggur stíll og frásagnarháttur. Ljóðrænir sprettir lausir við tilgerð og falla vel að sögunni. Heillandi vald á tungumálinu. Af öllum þeim bókum sem maður hvolfir í sig um nætur þetta misserið er hún sú eftirminnilegasta - og með þeim allra, allra bestu. Hvernig má það vera að þetta bókmenntaverk kemst ekki í umræðuna? Aldrei heyrir maður heldur minnst á ævisögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins, sögu einhvers áhugaverðasta tónlistarmanns okkar tíma, mannsins sem hefur varið lífi sínu í að kenna okkur að hlusta á góða tónlist og hvernig góð rödd hljómar. Það fréttist líka lítið af Hér eftir Kristínu Ómarsdóttur og Rigningu í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur, ólíkum bókmenntaverkum sem standa vel fyrir sínu og flestir sem lesa hrífast af. Hvers vegna er hávaðinn út af örfáum bókum í klikkaðri markaðssetningu svo mikill að góðu verkin, sem standa fyllilega fyrir sínu og vel það, hverfa í skuggann? Spyr sá sem ekki skilur auglýsingaofbeldi - og þaðan af síður dómnefndir sem eru illa læsar á bókmenntir.Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar