Viðskipti innlent

Stofna banka í Lúxemborg

Íslandsbanki hefur sótt um leyfi til að stofna og reka banka í Lúxemborg. Fyrir hefur bankinn rekið útibú í Lúxemborg. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir tilgang stofnunar bankans vera að útvíkka starfsemi bankans í landinu og bjóða alþjóðlega einkabankaþjónustu. "Það má segja að við séum að loka hringnum í vöruframboði bankans með því að geta boðið viðskiptavinum þessa þjónustu, einkum í sjávarútvegi, þar sem við erum að keppa á alþjóðavettvangi." Umræða í Noregi um tilboð Íslandsbanka í BNbank í Þrándheimi er jákvæð eftir að bankinn hækkaði boð sitt. Verðbréfasérfræðingar hafa ráðlagt hluthöfum að taka tilboðinu. Allt stefnir því í að Íslandsbanki eignist þann norska innan skamms. Hefur sótt sér fé á norska markaðinn. Bankinn bauð skuldabréf í norskum krónum á norska markaðnum og var skuldabréfaútboði vel tekið. Skuldabréfin verða skráð í Kauphöllinni í Osló. Íslandsbanki er því þegar farinn að láta til sín taka í Noregi. unar-,





Fleiri fréttir

Sjá meira


×