Lauklaga kúplar í Leynimýri 6. desember 2004 00:01 "Það er allt mjög gott að frétta," segir Ksenia Ólafsson, talsmaður Trúfélags rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, en félagið hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir kirkju sína í svonefndri Leynimýri í Öskjuhlíð. "Þetta er mjög spennandi, mér finnst þetta einn besti staðurinn í Reykjavík og hentar okkur mjög vel," bætir hún við glöð í bragði enda er útsýnið úr Leynimýrinni fagurt og öll aðkoma prýðileg. Þegar málið hefur verið afgreitt í stjórnkerfinu eru næstu skref í málinu hönnun kirkjunnar. "Við viljum fá bæði rússneska og íslenska arkitekta til samstarfs við okkur. Svo getum við byrjað að byggja," segir Ksenia en sjálf er hún innanhússarkitekt og mun því tæpast ákveða ytra útlit byggingarinnar þótt hún hafi á því skoðanir. "Við viljum hafa húsið í hefðbundnum rússneskum stíl, með þessum frægu lauklaga kúplum. Hugmyndin er sú að notast við þann byggingastíl sem tíðkast í Norður-Rússlandi en þar eru kirkjur byggðar úr timbri. Það er bæði hlýlegt og skemmtilegt að vera í slíkri kirkju og þær eru einfaldar í byggingu." Um það bil hundrað manns eru skráðir í trúfélagið og mun byggingin taka mið af því. "Við höfum hingað til verið í Friðrikskapellu, hjá Valsheimilinu. Nýja kirkjan verður ekki mikið stærri en hún," segir Ksenia. Rússar eru vitaskuld áberandi í söfnuðinum en þar er einnig að finna Úkraínumenn, Búlgara svo og borna og barnfædda Íslendinga. Gert er ráð fyrir að tvö önnur trúfélög verði með bækistöðvar í Leynimýri en Ksenia kveðst ekki vita hvaða hópar þar séu á ferðinni þótt hana gruni að múslimar séu annar þeirra. "Pabbi minn er múslimi en mamma mín er í rétttrúnaðarkirkjunni þannig að mér þætti mjög gaman ef við yrðum þarna hlið við hlið." Trúfélagið er enn prestlaust en Ksenia býst við að fyrst skriður sé kominn á kirkjubyggingarmálin þá flytjist hingað fljótlega rússneskur prestur. "Við erum búin að leita í tvö ár en við erum með svo háar kröfur þannig að þetta hefur tekið tíma." Það verður hins vegar ekki prestlaust hjá rétttrúuðum um jólin en þeir halda jólahátíð sína í janúarbyrjun. Ksenia segir helgihaldið verða með hefðbundnu sniði og er þegar farin að hlakka mikið til. Menning Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
"Það er allt mjög gott að frétta," segir Ksenia Ólafsson, talsmaður Trúfélags rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, en félagið hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir kirkju sína í svonefndri Leynimýri í Öskjuhlíð. "Þetta er mjög spennandi, mér finnst þetta einn besti staðurinn í Reykjavík og hentar okkur mjög vel," bætir hún við glöð í bragði enda er útsýnið úr Leynimýrinni fagurt og öll aðkoma prýðileg. Þegar málið hefur verið afgreitt í stjórnkerfinu eru næstu skref í málinu hönnun kirkjunnar. "Við viljum fá bæði rússneska og íslenska arkitekta til samstarfs við okkur. Svo getum við byrjað að byggja," segir Ksenia en sjálf er hún innanhússarkitekt og mun því tæpast ákveða ytra útlit byggingarinnar þótt hún hafi á því skoðanir. "Við viljum hafa húsið í hefðbundnum rússneskum stíl, með þessum frægu lauklaga kúplum. Hugmyndin er sú að notast við þann byggingastíl sem tíðkast í Norður-Rússlandi en þar eru kirkjur byggðar úr timbri. Það er bæði hlýlegt og skemmtilegt að vera í slíkri kirkju og þær eru einfaldar í byggingu." Um það bil hundrað manns eru skráðir í trúfélagið og mun byggingin taka mið af því. "Við höfum hingað til verið í Friðrikskapellu, hjá Valsheimilinu. Nýja kirkjan verður ekki mikið stærri en hún," segir Ksenia. Rússar eru vitaskuld áberandi í söfnuðinum en þar er einnig að finna Úkraínumenn, Búlgara svo og borna og barnfædda Íslendinga. Gert er ráð fyrir að tvö önnur trúfélög verði með bækistöðvar í Leynimýri en Ksenia kveðst ekki vita hvaða hópar þar séu á ferðinni þótt hana gruni að múslimar séu annar þeirra. "Pabbi minn er múslimi en mamma mín er í rétttrúnaðarkirkjunni þannig að mér þætti mjög gaman ef við yrðum þarna hlið við hlið." Trúfélagið er enn prestlaust en Ksenia býst við að fyrst skriður sé kominn á kirkjubyggingarmálin þá flytjist hingað fljótlega rússneskur prestur. "Við erum búin að leita í tvö ár en við erum með svo háar kröfur þannig að þetta hefur tekið tíma." Það verður hins vegar ekki prestlaust hjá rétttrúuðum um jólin en þeir halda jólahátíð sína í janúarbyrjun. Ksenia segir helgihaldið verða með hefðbundnu sniði og er þegar farin að hlakka mikið til.
Menning Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira