Sport

Beckham leikfær á næstu helgi

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, sér fram á að snúa aftur á völlinn á næstu helgi. Beckham er nú óðum að jafna sig á rifbeinsbroti sem hann hlaut í landsleik Englands og Wales. Kappinn fullyrti að meiðslin væru erfið við að eiga. "Ég get ekki gengið og hlaupið. Það er varla að maður geti gert neitt," sagði Beckham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×