Gagnrýni ekki siðferðispredikun 29. október 2004 00:01 Skarphéðinn Þór Hjartarson svarar óperugagnrýni Finns Torfa Stefánssonar Þriðjudaginn 12. október birtist í Fréttablaðinu gagnrýni Finns Torfa Stefánssonar á sýningu Íslensku Óperunnar á óperunni Sweeney Todd sem nú er á fjölunum. "Gagnrýni" þessi var þessháttar að ég get ekki annað en reynt eftir besta mætti að halda uppi vörnum fyrir Stephen Sondheim, Sweeney Todd og Íslensku óperuna. Ég vil hins vegar taka það fram að það sem hér kemur fram eru mínar persónulegu skoðanir. Finnur segir að tónlistin sé í grunninn "hefðbundin Hollywood-kvikmyndatónlist" og segir svo að Sondheim takist ekki að skapa heildarmynd og að laglínur séu klaufalegar og stirðar og kassalegar. Ég er ósammála Finni. Í Sweeney eru margar eftirminnilegar laglínur. Jóönnusöngur Anthonys, ölmususöngur betlikerlingarinnar, "Ekkert má þig meiða" sem Tobías og Frú Lowett syngja saman og formálinn og eftirmálinn o. fl. Ég er líka ósammála því að þarna sé ekki um neina heildarmynd að ræða. Til dæmis má segja að sumar laglínur fylgi hverri persónu í gegnum verkið, t.d. harmsöngur Sweeneys um fortíðina sem skýtur upp kollinum hér og þar ýmist í flutningi hans eða frú Lowett en þar tekur hann á sig aðra mynd og þróast áfram. Mér finnst skrýtið þegar Finnur talar um í öðru orðinu klaufalega samda tónlist sem gæti verið nemendaverk og meistaralegar útsetningar hinsvegar. Finnur segir líka að gengdarlaust ofbeldið sem er sýnt sé líklega skýringin á vinsældum óperunnar. Ég er annarrar skoðunar. Það er satt hjá honum að mikið ofbeldi er sýnt en það er annaðhvort með því sem ég myndi kalla kolsvörtum húmor eins og rétt eftir hlé eða tregablæ eins og í lokin. Það að sýna ofbeldið á þennan hátt finnst mér nauðsynlegt til að sýna þróun Sweeneys sem persónu og þeirra áhrifa sem fangavist, frú Lowett o. fl hefur á hann og breytir honum. Finnur segir að ekki verði vart við tilraunir til persónusköpunar og að þar ríki hin stöðluðu form. Ekki veit ég hvað hann á við því að mér finnst einmitt persónusköpunin sterk sérstaklega hjá Sweeney þar sem brjálsemin magnast eftir því sem líður á verkið. Einnig finnst mér persóna Lowett mjög skemmtilega geðveik þar sem kúnstin að lifa af hvernig sem maður fer að því skiptir öllu. Finnur segir að tilgangurinn hjá Íslensku óperunni með uppsetningunni sé að leysa rekstrarvanda. Ekki veit ég það en hitt veit ég að með því að taka Sweeney til sýninga þá höfðar Íslenska óperan til breiðari hóps en áður vegna þess að það er alveg sama hvað Verdi, Puccini og Mozart eru frábærir, Sweeney Todd og Stephen Sondheim eiga að mínu mati alveg jafnmikið erindi til íslenskra áhorfenda og þeir. Því að eftir því sem ég kafa betur ofaní Sweeny bæði tónlist og leikrit þá hef ég komist að því að ekkert í þessu stykki er háð tilviljunum heldur vandlega og að mínu mati frábærlega samin ópera. Að lokum verð ég að segja að mér finnst að gagnrýni eigi ekki að vera siðferðispredikun heldur segja allt um hvernig til tókst með uppfærsluna. Skarphéðinn Þór Hjartarson söngvari í Kór Íslensku óperunnar í Sweeny Todd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skarphéðinn Þór Hjartarson svarar óperugagnrýni Finns Torfa Stefánssonar Þriðjudaginn 12. október birtist í Fréttablaðinu gagnrýni Finns Torfa Stefánssonar á sýningu Íslensku Óperunnar á óperunni Sweeney Todd sem nú er á fjölunum. "Gagnrýni" þessi var þessháttar að ég get ekki annað en reynt eftir besta mætti að halda uppi vörnum fyrir Stephen Sondheim, Sweeney Todd og Íslensku óperuna. Ég vil hins vegar taka það fram að það sem hér kemur fram eru mínar persónulegu skoðanir. Finnur segir að tónlistin sé í grunninn "hefðbundin Hollywood-kvikmyndatónlist" og segir svo að Sondheim takist ekki að skapa heildarmynd og að laglínur séu klaufalegar og stirðar og kassalegar. Ég er ósammála Finni. Í Sweeney eru margar eftirminnilegar laglínur. Jóönnusöngur Anthonys, ölmususöngur betlikerlingarinnar, "Ekkert má þig meiða" sem Tobías og Frú Lowett syngja saman og formálinn og eftirmálinn o. fl. Ég er líka ósammála því að þarna sé ekki um neina heildarmynd að ræða. Til dæmis má segja að sumar laglínur fylgi hverri persónu í gegnum verkið, t.d. harmsöngur Sweeneys um fortíðina sem skýtur upp kollinum hér og þar ýmist í flutningi hans eða frú Lowett en þar tekur hann á sig aðra mynd og þróast áfram. Mér finnst skrýtið þegar Finnur talar um í öðru orðinu klaufalega samda tónlist sem gæti verið nemendaverk og meistaralegar útsetningar hinsvegar. Finnur segir líka að gengdarlaust ofbeldið sem er sýnt sé líklega skýringin á vinsældum óperunnar. Ég er annarrar skoðunar. Það er satt hjá honum að mikið ofbeldi er sýnt en það er annaðhvort með því sem ég myndi kalla kolsvörtum húmor eins og rétt eftir hlé eða tregablæ eins og í lokin. Það að sýna ofbeldið á þennan hátt finnst mér nauðsynlegt til að sýna þróun Sweeneys sem persónu og þeirra áhrifa sem fangavist, frú Lowett o. fl hefur á hann og breytir honum. Finnur segir að ekki verði vart við tilraunir til persónusköpunar og að þar ríki hin stöðluðu form. Ekki veit ég hvað hann á við því að mér finnst einmitt persónusköpunin sterk sérstaklega hjá Sweeney þar sem brjálsemin magnast eftir því sem líður á verkið. Einnig finnst mér persóna Lowett mjög skemmtilega geðveik þar sem kúnstin að lifa af hvernig sem maður fer að því skiptir öllu. Finnur segir að tilgangurinn hjá Íslensku óperunni með uppsetningunni sé að leysa rekstrarvanda. Ekki veit ég það en hitt veit ég að með því að taka Sweeney til sýninga þá höfðar Íslenska óperan til breiðari hóps en áður vegna þess að það er alveg sama hvað Verdi, Puccini og Mozart eru frábærir, Sweeney Todd og Stephen Sondheim eiga að mínu mati alveg jafnmikið erindi til íslenskra áhorfenda og þeir. Því að eftir því sem ég kafa betur ofaní Sweeny bæði tónlist og leikrit þá hef ég komist að því að ekkert í þessu stykki er háð tilviljunum heldur vandlega og að mínu mati frábærlega samin ópera. Að lokum verð ég að segja að mér finnst að gagnrýni eigi ekki að vera siðferðispredikun heldur segja allt um hvernig til tókst með uppfærsluna. Skarphéðinn Þór Hjartarson söngvari í Kór Íslensku óperunnar í Sweeny Todd.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar