Gagnrýni ekki siðferðispredikun 29. október 2004 00:01 Skarphéðinn Þór Hjartarson svarar óperugagnrýni Finns Torfa Stefánssonar Þriðjudaginn 12. október birtist í Fréttablaðinu gagnrýni Finns Torfa Stefánssonar á sýningu Íslensku Óperunnar á óperunni Sweeney Todd sem nú er á fjölunum. "Gagnrýni" þessi var þessháttar að ég get ekki annað en reynt eftir besta mætti að halda uppi vörnum fyrir Stephen Sondheim, Sweeney Todd og Íslensku óperuna. Ég vil hins vegar taka það fram að það sem hér kemur fram eru mínar persónulegu skoðanir. Finnur segir að tónlistin sé í grunninn "hefðbundin Hollywood-kvikmyndatónlist" og segir svo að Sondheim takist ekki að skapa heildarmynd og að laglínur séu klaufalegar og stirðar og kassalegar. Ég er ósammála Finni. Í Sweeney eru margar eftirminnilegar laglínur. Jóönnusöngur Anthonys, ölmususöngur betlikerlingarinnar, "Ekkert má þig meiða" sem Tobías og Frú Lowett syngja saman og formálinn og eftirmálinn o. fl. Ég er líka ósammála því að þarna sé ekki um neina heildarmynd að ræða. Til dæmis má segja að sumar laglínur fylgi hverri persónu í gegnum verkið, t.d. harmsöngur Sweeneys um fortíðina sem skýtur upp kollinum hér og þar ýmist í flutningi hans eða frú Lowett en þar tekur hann á sig aðra mynd og þróast áfram. Mér finnst skrýtið þegar Finnur talar um í öðru orðinu klaufalega samda tónlist sem gæti verið nemendaverk og meistaralegar útsetningar hinsvegar. Finnur segir líka að gengdarlaust ofbeldið sem er sýnt sé líklega skýringin á vinsældum óperunnar. Ég er annarrar skoðunar. Það er satt hjá honum að mikið ofbeldi er sýnt en það er annaðhvort með því sem ég myndi kalla kolsvörtum húmor eins og rétt eftir hlé eða tregablæ eins og í lokin. Það að sýna ofbeldið á þennan hátt finnst mér nauðsynlegt til að sýna þróun Sweeneys sem persónu og þeirra áhrifa sem fangavist, frú Lowett o. fl hefur á hann og breytir honum. Finnur segir að ekki verði vart við tilraunir til persónusköpunar og að þar ríki hin stöðluðu form. Ekki veit ég hvað hann á við því að mér finnst einmitt persónusköpunin sterk sérstaklega hjá Sweeney þar sem brjálsemin magnast eftir því sem líður á verkið. Einnig finnst mér persóna Lowett mjög skemmtilega geðveik þar sem kúnstin að lifa af hvernig sem maður fer að því skiptir öllu. Finnur segir að tilgangurinn hjá Íslensku óperunni með uppsetningunni sé að leysa rekstrarvanda. Ekki veit ég það en hitt veit ég að með því að taka Sweeney til sýninga þá höfðar Íslenska óperan til breiðari hóps en áður vegna þess að það er alveg sama hvað Verdi, Puccini og Mozart eru frábærir, Sweeney Todd og Stephen Sondheim eiga að mínu mati alveg jafnmikið erindi til íslenskra áhorfenda og þeir. Því að eftir því sem ég kafa betur ofaní Sweeny bæði tónlist og leikrit þá hef ég komist að því að ekkert í þessu stykki er háð tilviljunum heldur vandlega og að mínu mati frábærlega samin ópera. Að lokum verð ég að segja að mér finnst að gagnrýni eigi ekki að vera siðferðispredikun heldur segja allt um hvernig til tókst með uppfærsluna. Skarphéðinn Þór Hjartarson söngvari í Kór Íslensku óperunnar í Sweeny Todd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Skarphéðinn Þór Hjartarson svarar óperugagnrýni Finns Torfa Stefánssonar Þriðjudaginn 12. október birtist í Fréttablaðinu gagnrýni Finns Torfa Stefánssonar á sýningu Íslensku Óperunnar á óperunni Sweeney Todd sem nú er á fjölunum. "Gagnrýni" þessi var þessháttar að ég get ekki annað en reynt eftir besta mætti að halda uppi vörnum fyrir Stephen Sondheim, Sweeney Todd og Íslensku óperuna. Ég vil hins vegar taka það fram að það sem hér kemur fram eru mínar persónulegu skoðanir. Finnur segir að tónlistin sé í grunninn "hefðbundin Hollywood-kvikmyndatónlist" og segir svo að Sondheim takist ekki að skapa heildarmynd og að laglínur séu klaufalegar og stirðar og kassalegar. Ég er ósammála Finni. Í Sweeney eru margar eftirminnilegar laglínur. Jóönnusöngur Anthonys, ölmususöngur betlikerlingarinnar, "Ekkert má þig meiða" sem Tobías og Frú Lowett syngja saman og formálinn og eftirmálinn o. fl. Ég er líka ósammála því að þarna sé ekki um neina heildarmynd að ræða. Til dæmis má segja að sumar laglínur fylgi hverri persónu í gegnum verkið, t.d. harmsöngur Sweeneys um fortíðina sem skýtur upp kollinum hér og þar ýmist í flutningi hans eða frú Lowett en þar tekur hann á sig aðra mynd og þróast áfram. Mér finnst skrýtið þegar Finnur talar um í öðru orðinu klaufalega samda tónlist sem gæti verið nemendaverk og meistaralegar útsetningar hinsvegar. Finnur segir líka að gengdarlaust ofbeldið sem er sýnt sé líklega skýringin á vinsældum óperunnar. Ég er annarrar skoðunar. Það er satt hjá honum að mikið ofbeldi er sýnt en það er annaðhvort með því sem ég myndi kalla kolsvörtum húmor eins og rétt eftir hlé eða tregablæ eins og í lokin. Það að sýna ofbeldið á þennan hátt finnst mér nauðsynlegt til að sýna þróun Sweeneys sem persónu og þeirra áhrifa sem fangavist, frú Lowett o. fl hefur á hann og breytir honum. Finnur segir að ekki verði vart við tilraunir til persónusköpunar og að þar ríki hin stöðluðu form. Ekki veit ég hvað hann á við því að mér finnst einmitt persónusköpunin sterk sérstaklega hjá Sweeney þar sem brjálsemin magnast eftir því sem líður á verkið. Einnig finnst mér persóna Lowett mjög skemmtilega geðveik þar sem kúnstin að lifa af hvernig sem maður fer að því skiptir öllu. Finnur segir að tilgangurinn hjá Íslensku óperunni með uppsetningunni sé að leysa rekstrarvanda. Ekki veit ég það en hitt veit ég að með því að taka Sweeney til sýninga þá höfðar Íslenska óperan til breiðari hóps en áður vegna þess að það er alveg sama hvað Verdi, Puccini og Mozart eru frábærir, Sweeney Todd og Stephen Sondheim eiga að mínu mati alveg jafnmikið erindi til íslenskra áhorfenda og þeir. Því að eftir því sem ég kafa betur ofaní Sweeny bæði tónlist og leikrit þá hef ég komist að því að ekkert í þessu stykki er háð tilviljunum heldur vandlega og að mínu mati frábærlega samin ópera. Að lokum verð ég að segja að mér finnst að gagnrýni eigi ekki að vera siðferðispredikun heldur segja allt um hvernig til tókst með uppfærsluna. Skarphéðinn Þór Hjartarson söngvari í Kór Íslensku óperunnar í Sweeny Todd.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun