Halldór og samstaðan 26. október 2004 00:01 Umræðan - Óskar Stefánsson formaður BSF. Sleipnis Það var broslegt að heyra í Halldóri Björnssyni forseta Starfgreinasambands Íslands í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 11. október sl. Þar fór hann mikinn og lýsti furðu sinni á því að félagar hans á Eskifirði skyldu ekki vilja sýna Starfsgreinasambandinu samstöðu og neita að landa úr togaranum Sólbaki EA-7. Árið 2000 átti Bifreiðastjórafélagið Sleipnir í harðvítugum vinnudeilum við atvinnurekendur sem lauk með undirritun kjarasamnings í júlí 2001. Þá var Bsf. Sleipnir með beina aðild að Alþýðusambandi Íslands en var vikið úr ASÍ ári síðar eða árið 2002. Þegar ekkert gekk að semja hjá Sleipni þótti nokkrum aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands ástæða til þess að hafa afskipti, óumbeðnir, af vinnudeilu félagsins og fóru að semja við vinnuveitendur okkar þvert ofan í okkar kjaraviðræður og gerðu nokkur félög kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir mótmælti þessum samningum harðlega bæði á fundum og bréflega við Starfsgreinasambandið og ASÍ og fengu að lokum það svar frá ASÍ að "ekki væri sérstök ástæða til aðgerða af hálfu miðstjórnar"; það væri öllum frjálst að gera kjarasamning við hvern sem er hvort sem aðrir kjarasamningar væru í gildi eða ekki. Þegar Halldór fór í þetta umrædda viðtal hefur hann sennilega verið búinn að gleyma því að við óskuðum eftir samstöðu hjá honum og hans félögum, en í stað þess að verða við okkar bón stóð hann manna fremst í því að sundra samstöðunni meðal bifreiðastjóra. Getur hann furðað sig á samstöðuleysi annarra verkamanna þegar hann sjálfur hefur staðið að jafn mikilli sundrungu eins og að framan er greint? Svar mitt er að minnsta kosti nei. Í framhaldinu hafa flest fyrirtæki sem við höfðum gert samninga við, gert það að skilyrði við ráðningu bifreiðastjóra að þeir séu ekki félagsmenn í Sleipni. Þessi yfirlýsing Halldórs Björnssonar og mótmæli miðstjórnar Alþýðusambands Íslands kemur stjórn Sleipnis spánskt fyrir sjónir og fer ég hér með fram á það við ASÍ að það svari því opinberlega hvað það er sem hafi orðið til þessarar afstöðubreytingar. Er framferði á borð við það sem ASÍ gagnrýnir nú löglegt ef það eru aðilar að ASÍ sem fremja gerninginn? Þetta framferði olli Sleipni óbætanlegu tjóni og spillti algerlega samningsstöðu félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Umræðan - Óskar Stefánsson formaður BSF. Sleipnis Það var broslegt að heyra í Halldóri Björnssyni forseta Starfgreinasambands Íslands í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 11. október sl. Þar fór hann mikinn og lýsti furðu sinni á því að félagar hans á Eskifirði skyldu ekki vilja sýna Starfsgreinasambandinu samstöðu og neita að landa úr togaranum Sólbaki EA-7. Árið 2000 átti Bifreiðastjórafélagið Sleipnir í harðvítugum vinnudeilum við atvinnurekendur sem lauk með undirritun kjarasamnings í júlí 2001. Þá var Bsf. Sleipnir með beina aðild að Alþýðusambandi Íslands en var vikið úr ASÍ ári síðar eða árið 2002. Þegar ekkert gekk að semja hjá Sleipni þótti nokkrum aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands ástæða til þess að hafa afskipti, óumbeðnir, af vinnudeilu félagsins og fóru að semja við vinnuveitendur okkar þvert ofan í okkar kjaraviðræður og gerðu nokkur félög kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir mótmælti þessum samningum harðlega bæði á fundum og bréflega við Starfsgreinasambandið og ASÍ og fengu að lokum það svar frá ASÍ að "ekki væri sérstök ástæða til aðgerða af hálfu miðstjórnar"; það væri öllum frjálst að gera kjarasamning við hvern sem er hvort sem aðrir kjarasamningar væru í gildi eða ekki. Þegar Halldór fór í þetta umrædda viðtal hefur hann sennilega verið búinn að gleyma því að við óskuðum eftir samstöðu hjá honum og hans félögum, en í stað þess að verða við okkar bón stóð hann manna fremst í því að sundra samstöðunni meðal bifreiðastjóra. Getur hann furðað sig á samstöðuleysi annarra verkamanna þegar hann sjálfur hefur staðið að jafn mikilli sundrungu eins og að framan er greint? Svar mitt er að minnsta kosti nei. Í framhaldinu hafa flest fyrirtæki sem við höfðum gert samninga við, gert það að skilyrði við ráðningu bifreiðastjóra að þeir séu ekki félagsmenn í Sleipni. Þessi yfirlýsing Halldórs Björnssonar og mótmæli miðstjórnar Alþýðusambands Íslands kemur stjórn Sleipnis spánskt fyrir sjónir og fer ég hér með fram á það við ASÍ að það svari því opinberlega hvað það er sem hafi orðið til þessarar afstöðubreytingar. Er framferði á borð við það sem ASÍ gagnrýnir nú löglegt ef það eru aðilar að ASÍ sem fremja gerninginn? Þetta framferði olli Sleipni óbætanlegu tjóni og spillti algerlega samningsstöðu félagsins.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar