Halldór og samstaðan 26. október 2004 00:01 Umræðan - Óskar Stefánsson formaður BSF. Sleipnis Það var broslegt að heyra í Halldóri Björnssyni forseta Starfgreinasambands Íslands í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 11. október sl. Þar fór hann mikinn og lýsti furðu sinni á því að félagar hans á Eskifirði skyldu ekki vilja sýna Starfsgreinasambandinu samstöðu og neita að landa úr togaranum Sólbaki EA-7. Árið 2000 átti Bifreiðastjórafélagið Sleipnir í harðvítugum vinnudeilum við atvinnurekendur sem lauk með undirritun kjarasamnings í júlí 2001. Þá var Bsf. Sleipnir með beina aðild að Alþýðusambandi Íslands en var vikið úr ASÍ ári síðar eða árið 2002. Þegar ekkert gekk að semja hjá Sleipni þótti nokkrum aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands ástæða til þess að hafa afskipti, óumbeðnir, af vinnudeilu félagsins og fóru að semja við vinnuveitendur okkar þvert ofan í okkar kjaraviðræður og gerðu nokkur félög kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir mótmælti þessum samningum harðlega bæði á fundum og bréflega við Starfsgreinasambandið og ASÍ og fengu að lokum það svar frá ASÍ að "ekki væri sérstök ástæða til aðgerða af hálfu miðstjórnar"; það væri öllum frjálst að gera kjarasamning við hvern sem er hvort sem aðrir kjarasamningar væru í gildi eða ekki. Þegar Halldór fór í þetta umrædda viðtal hefur hann sennilega verið búinn að gleyma því að við óskuðum eftir samstöðu hjá honum og hans félögum, en í stað þess að verða við okkar bón stóð hann manna fremst í því að sundra samstöðunni meðal bifreiðastjóra. Getur hann furðað sig á samstöðuleysi annarra verkamanna þegar hann sjálfur hefur staðið að jafn mikilli sundrungu eins og að framan er greint? Svar mitt er að minnsta kosti nei. Í framhaldinu hafa flest fyrirtæki sem við höfðum gert samninga við, gert það að skilyrði við ráðningu bifreiðastjóra að þeir séu ekki félagsmenn í Sleipni. Þessi yfirlýsing Halldórs Björnssonar og mótmæli miðstjórnar Alþýðusambands Íslands kemur stjórn Sleipnis spánskt fyrir sjónir og fer ég hér með fram á það við ASÍ að það svari því opinberlega hvað það er sem hafi orðið til þessarar afstöðubreytingar. Er framferði á borð við það sem ASÍ gagnrýnir nú löglegt ef það eru aðilar að ASÍ sem fremja gerninginn? Þetta framferði olli Sleipni óbætanlegu tjóni og spillti algerlega samningsstöðu félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan - Óskar Stefánsson formaður BSF. Sleipnis Það var broslegt að heyra í Halldóri Björnssyni forseta Starfgreinasambands Íslands í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 11. október sl. Þar fór hann mikinn og lýsti furðu sinni á því að félagar hans á Eskifirði skyldu ekki vilja sýna Starfsgreinasambandinu samstöðu og neita að landa úr togaranum Sólbaki EA-7. Árið 2000 átti Bifreiðastjórafélagið Sleipnir í harðvítugum vinnudeilum við atvinnurekendur sem lauk með undirritun kjarasamnings í júlí 2001. Þá var Bsf. Sleipnir með beina aðild að Alþýðusambandi Íslands en var vikið úr ASÍ ári síðar eða árið 2002. Þegar ekkert gekk að semja hjá Sleipni þótti nokkrum aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands ástæða til þess að hafa afskipti, óumbeðnir, af vinnudeilu félagsins og fóru að semja við vinnuveitendur okkar þvert ofan í okkar kjaraviðræður og gerðu nokkur félög kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir mótmælti þessum samningum harðlega bæði á fundum og bréflega við Starfsgreinasambandið og ASÍ og fengu að lokum það svar frá ASÍ að "ekki væri sérstök ástæða til aðgerða af hálfu miðstjórnar"; það væri öllum frjálst að gera kjarasamning við hvern sem er hvort sem aðrir kjarasamningar væru í gildi eða ekki. Þegar Halldór fór í þetta umrædda viðtal hefur hann sennilega verið búinn að gleyma því að við óskuðum eftir samstöðu hjá honum og hans félögum, en í stað þess að verða við okkar bón stóð hann manna fremst í því að sundra samstöðunni meðal bifreiðastjóra. Getur hann furðað sig á samstöðuleysi annarra verkamanna þegar hann sjálfur hefur staðið að jafn mikilli sundrungu eins og að framan er greint? Svar mitt er að minnsta kosti nei. Í framhaldinu hafa flest fyrirtæki sem við höfðum gert samninga við, gert það að skilyrði við ráðningu bifreiðastjóra að þeir séu ekki félagsmenn í Sleipni. Þessi yfirlýsing Halldórs Björnssonar og mótmæli miðstjórnar Alþýðusambands Íslands kemur stjórn Sleipnis spánskt fyrir sjónir og fer ég hér með fram á það við ASÍ að það svari því opinberlega hvað það er sem hafi orðið til þessarar afstöðubreytingar. Er framferði á borð við það sem ASÍ gagnrýnir nú löglegt ef það eru aðilar að ASÍ sem fremja gerninginn? Þetta framferði olli Sleipni óbætanlegu tjóni og spillti algerlega samningsstöðu félagsins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar