Rekinn eftir þrjá sigurleiki 25. október 2004 00:01 Stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur ákvað á laugardaginn að reka Örvar Kristjánsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins þrátt fyrir að liðið sé á toppi deildarinnar með þrjá sigra í þremur fyrstu leikjunum. Stjórnin gaf frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Örvar hefði ekki verið að ná því út úr liðinu sem ætlast var til og að leikmannahópurinn væri það sterkur að liðið ætti að geta meira en það hefði sýnt til þessa. Stjórnin lætur þess þó einnig getið að mörgum kunni að þykja undarlegt að þjálfara sé sagt upp störfum eftir að liðið hefur leikið þrjá leiki og unnið þá alla en leikur liðsins var alls ekki sannfærandi og stjórnin viss um að hægt sé að bæta leik liðsins til muna. Það verkefni fær Henning Henningsson en það er ljóst að hann á erfitt verkefni fyrir höndum að stýra liði Grindavíkur með kröfuharða stjórnarmenn á bakinu. Fréttablaðið ræddi við Örvar í gær og hann vildi lítið tjá sig um málið. Hann sagðist ekki vera sáttur við ákvörðun stjórnarinnar en gæti þó lítið gert annað en að taka henni karlmannlega. "Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að liðið var ekki að spila eins og það getur best en það voru aðeins búnir þrír leikir og miðað við það hefði ég viljað fá meiri tíma. Við erum með marga nýja leikmenn, nýjan þjálfara og það tekur sinn tíma. Ég geng hins vegar stoltur frá þessu verkefni og óska stelpunum góðs gengis í vetur," sagði Örvar sem hefur nú nægan tíma til að spila með hinu nýstofnaða liði Ljónanna í 2. deildinni. Almar Þór Sveinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hefði engu við yfirlýsingu stjórnarinnar að bæta. "Þessu máli er lokið af okkur hálfu." Þegar Almar var spurður að því hvort ekki væri fullharkalegt að reka þjálfara eftir aðeins þrjá leiki sem allir unnust svaraði Almar Þór því til að liðið hefði ekki verið sannfærandi og það væri mat stjórnar að annar þjálfari gæti náð meira út úr liðinu. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að leikmenn liðsins hafi verið á móti Örvari og átt sinn þátt í því að hann var látinn fara. Almar Þór vildi engu svara til um það og bað undirritaðan um að spyrja leikmennina sjálfa að því. Fréttablaðið hafði samband við Ernu Rún Magnúsdóttur, dóttur Magnúsar Anda Hjaltasonar, varaformanns körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, og spurði hana hvort leikmenn liðsins væru ánægðir með að Örvar væri látinn fara. Fátt var um svör hjá Ernu Rún en hún játti því að liðið hefði ekki verið að spila vel undir stjórn Örvars. "Við erum með hörkulið sem á að geta spilað betur en það hefur gert," sagði Erna Rún. Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Sjá meira
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur ákvað á laugardaginn að reka Örvar Kristjánsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins þrátt fyrir að liðið sé á toppi deildarinnar með þrjá sigra í þremur fyrstu leikjunum. Stjórnin gaf frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Örvar hefði ekki verið að ná því út úr liðinu sem ætlast var til og að leikmannahópurinn væri það sterkur að liðið ætti að geta meira en það hefði sýnt til þessa. Stjórnin lætur þess þó einnig getið að mörgum kunni að þykja undarlegt að þjálfara sé sagt upp störfum eftir að liðið hefur leikið þrjá leiki og unnið þá alla en leikur liðsins var alls ekki sannfærandi og stjórnin viss um að hægt sé að bæta leik liðsins til muna. Það verkefni fær Henning Henningsson en það er ljóst að hann á erfitt verkefni fyrir höndum að stýra liði Grindavíkur með kröfuharða stjórnarmenn á bakinu. Fréttablaðið ræddi við Örvar í gær og hann vildi lítið tjá sig um málið. Hann sagðist ekki vera sáttur við ákvörðun stjórnarinnar en gæti þó lítið gert annað en að taka henni karlmannlega. "Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að liðið var ekki að spila eins og það getur best en það voru aðeins búnir þrír leikir og miðað við það hefði ég viljað fá meiri tíma. Við erum með marga nýja leikmenn, nýjan þjálfara og það tekur sinn tíma. Ég geng hins vegar stoltur frá þessu verkefni og óska stelpunum góðs gengis í vetur," sagði Örvar sem hefur nú nægan tíma til að spila með hinu nýstofnaða liði Ljónanna í 2. deildinni. Almar Þór Sveinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hefði engu við yfirlýsingu stjórnarinnar að bæta. "Þessu máli er lokið af okkur hálfu." Þegar Almar var spurður að því hvort ekki væri fullharkalegt að reka þjálfara eftir aðeins þrjá leiki sem allir unnust svaraði Almar Þór því til að liðið hefði ekki verið sannfærandi og það væri mat stjórnar að annar þjálfari gæti náð meira út úr liðinu. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að leikmenn liðsins hafi verið á móti Örvari og átt sinn þátt í því að hann var látinn fara. Almar Þór vildi engu svara til um það og bað undirritaðan um að spyrja leikmennina sjálfa að því. Fréttablaðið hafði samband við Ernu Rún Magnúsdóttur, dóttur Magnúsar Anda Hjaltasonar, varaformanns körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, og spurði hana hvort leikmenn liðsins væru ánægðir með að Örvar væri látinn fara. Fátt var um svör hjá Ernu Rún en hún játti því að liðið hefði ekki verið að spila vel undir stjórn Örvars. "Við erum með hörkulið sem á að geta spilað betur en það hefur gert," sagði Erna Rún.
Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Sjá meira