Stjórnunarvandi og forystufælni? 25. október 2004 00:01 Kennaraverkfallið - Jónas Gunnar Einarsson Íslendingar súpa nú sama súra seyðið og Bretar gerðu í skólamálum fyrr á árum, eftir að hafa samþykkt yfirfærslu millistjórnunar og fjármögnunar á grunnskólamenntun í hendur sveitarstjórnum. Þá kom í ljós eins og hérlendis að rekstur grunnskóla á um það bil hálfu forræði sveitarfélaga með ólíka fjárhagsstöðu, ólíkar áherslur, o.s.frv., sem þurfa að kljást sameiginlega við landssamtök kennara og annarra starfsmanna hinum megin samningaborðs án nægilegs fjármagns og án atbeina ríkisvaldsins, var og er fyrst og fremst stjórnunarvandi, sem kenna má við spennitreyju, því allur sveigjanleiki í ákvarðanatöku er svo að segja kyrktur fyrirfram. Í harðnandi deilu kennara og sveitarfélaga hérlendis kristallast þessi stjórnunarvandi í miklu og vaxandi forystu- og úrræðaleysi samningsaðila, sem og pólitískt kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum landsins. Um leið er orðin ljós dálítið ógnvænleg og hættuleg forystufælni í ríkisstjórn landsins. Eftir fimm vikna stopp á lögboðinni fræðslu grunnskólanemenda og tvær vikur fyrirsjánlegar til viðbótar, er vart hægt að lýsa ástandinu öðru vísi en sem stjórnunarlegu og stjórnmálalegu klúðri forystumanna þjóðarinnar. Kjaradeila kennara og sveitarfélaganna, með verkfall sem rúsínu í pylsuenda, var strax í vor fyrirsjáanlegur farsi. Ef unnið hefði verið vel og skipulega í sumar væri staðan önnur. Nú stefnir hraðbyri í það að skólaárið eyðileggist hjá grunnskólanemendum, ekki aðeins hjá tíundu bekkingum, heldur einnig hjá öðrum árgöngum. Úr því sem komið er verður Alþingi að setja lög sem skylda kennara aftur til starfa, á meðan deilumál þeirra og sveitarfélaganna eru sett í nefnd/nefndir með gild markmið og tímaáætlun. Góðu fréttirnar eru þær að viðskiptavinir opinberra aðila, sem treysta á lögboðna þjónustu, þurfa ekki lengur að líða fyrir kjaradeilur, því tvenns konar skýrar aðferðir eru fyrir hendi, sem leiða til lausnar. Annars vegar kjaradómsleiðin, hins vegar skilvirkara og tímasett samningaferli, sem aðilar þurfa að koma sér saman um og þyrfti að lögfesta. Ferli sem hefst nokkru áður en samningar renna út og gengur fram undir vökulu auga ríkisvaldsins. Náist ekki niðurstaða fyrir tilskilinn tíma, gegnir ríkissáttasemjari lykilhlutverki með heimild til miðlunar, sem aðilar eru skyldugir til að sætta sig við. Sýndarverkföll eru hluti af slíku skilvirku samningaferli. Eftir viðræðuslit á föstudag og fyrirsjánlegt úrræðaleysi verður ekki hjá því komist að ríkisvaldið og sveitarfélögin taki loks af festu á þeim stjórnunarvanda og þeirri forystufælni sem augljós er orðin. Almenningur getur ekki sætt sig lengur við óbreytt ástand. Stjórnmálamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, verða að leita nýrra leiða í kjaraviðræðum við starfsmenn í opinberri þjónustu. Sýna aukið frumkvæði, aukinn stórhug til að bæta og treysta lögboðna þjónustu við landsmenn. Forystumenn þjóðarinnar verða að treysta sér til slíkra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kennaraverkfallið - Jónas Gunnar Einarsson Íslendingar súpa nú sama súra seyðið og Bretar gerðu í skólamálum fyrr á árum, eftir að hafa samþykkt yfirfærslu millistjórnunar og fjármögnunar á grunnskólamenntun í hendur sveitarstjórnum. Þá kom í ljós eins og hérlendis að rekstur grunnskóla á um það bil hálfu forræði sveitarfélaga með ólíka fjárhagsstöðu, ólíkar áherslur, o.s.frv., sem þurfa að kljást sameiginlega við landssamtök kennara og annarra starfsmanna hinum megin samningaborðs án nægilegs fjármagns og án atbeina ríkisvaldsins, var og er fyrst og fremst stjórnunarvandi, sem kenna má við spennitreyju, því allur sveigjanleiki í ákvarðanatöku er svo að segja kyrktur fyrirfram. Í harðnandi deilu kennara og sveitarfélaga hérlendis kristallast þessi stjórnunarvandi í miklu og vaxandi forystu- og úrræðaleysi samningsaðila, sem og pólitískt kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum landsins. Um leið er orðin ljós dálítið ógnvænleg og hættuleg forystufælni í ríkisstjórn landsins. Eftir fimm vikna stopp á lögboðinni fræðslu grunnskólanemenda og tvær vikur fyrirsjánlegar til viðbótar, er vart hægt að lýsa ástandinu öðru vísi en sem stjórnunarlegu og stjórnmálalegu klúðri forystumanna þjóðarinnar. Kjaradeila kennara og sveitarfélaganna, með verkfall sem rúsínu í pylsuenda, var strax í vor fyrirsjáanlegur farsi. Ef unnið hefði verið vel og skipulega í sumar væri staðan önnur. Nú stefnir hraðbyri í það að skólaárið eyðileggist hjá grunnskólanemendum, ekki aðeins hjá tíundu bekkingum, heldur einnig hjá öðrum árgöngum. Úr því sem komið er verður Alþingi að setja lög sem skylda kennara aftur til starfa, á meðan deilumál þeirra og sveitarfélaganna eru sett í nefnd/nefndir með gild markmið og tímaáætlun. Góðu fréttirnar eru þær að viðskiptavinir opinberra aðila, sem treysta á lögboðna þjónustu, þurfa ekki lengur að líða fyrir kjaradeilur, því tvenns konar skýrar aðferðir eru fyrir hendi, sem leiða til lausnar. Annars vegar kjaradómsleiðin, hins vegar skilvirkara og tímasett samningaferli, sem aðilar þurfa að koma sér saman um og þyrfti að lögfesta. Ferli sem hefst nokkru áður en samningar renna út og gengur fram undir vökulu auga ríkisvaldsins. Náist ekki niðurstaða fyrir tilskilinn tíma, gegnir ríkissáttasemjari lykilhlutverki með heimild til miðlunar, sem aðilar eru skyldugir til að sætta sig við. Sýndarverkföll eru hluti af slíku skilvirku samningaferli. Eftir viðræðuslit á föstudag og fyrirsjánlegt úrræðaleysi verður ekki hjá því komist að ríkisvaldið og sveitarfélögin taki loks af festu á þeim stjórnunarvanda og þeirri forystufælni sem augljós er orðin. Almenningur getur ekki sætt sig lengur við óbreytt ástand. Stjórnmálamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, verða að leita nýrra leiða í kjaraviðræðum við starfsmenn í opinberri þjónustu. Sýna aukið frumkvæði, aukinn stórhug til að bæta og treysta lögboðna þjónustu við landsmenn. Forystumenn þjóðarinnar verða að treysta sér til slíkra verka.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar