Sport

Stórleikur á Ítalíu í kvöld

Juventus er með sex stiga forskot á Ítalíu efitr 3-0 útisigur á Siena. Alessandro Del Piero skoraði tvö marka Juventus. Þá gerðu Atalanta og Caglari jafntefli 2-2. Það er risaslagur í ítalska boltanum í dag þegar þegar grannaliðin AC Mílan og Inter Mílan mætast á San Siro leikvanginum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 18.30. Í einni og sömu borg í allri Evrópu fyrirfinnast ekki tvö sterkari lið. AC Mílan, sem er í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, eru núverandi Ítalíumeistarar og hafa haft yfirhöndina undanfarin ár. En með tilkomu Brasilíumannsins Adriano í framlínu Inter Mílan er liðið líklegt til stórræða í vetur. AC Milan er í öðru sæti með 13 stig en Inter Milan er í sjötta sæti með 10 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×