Sport

Fischer í heimsókn í LA

Derek Fischer hjá Golden State Warriors gerði sér góða ferð til Los Angeles þar sem gestirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu gömlu félaga Fischers hjá Lakers, 90-88. "Það var gaman að hitta gömlu félagana. Þessi ár sem við áttum saman verða ekki af okkur tekin," sagði Fischer, sem fullyrðir að allt önnur stemning ríki í herbúðum Warriors. Jason Richardson var stigahæstur Warriors með 25 stig en Kobe Bryant skoraði mest fyrir Lakers, var með 35 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×