Sport

Jerry Rice í fullu fjöri

Gamla kempan Jerry Rice, sem leiddi San Francisco 49ers til sigurs í þrígang í Superbowl í ameríska fótboltanum, hóf nýlega að æfa með Seattle Seahawks. Viðstaddir voru mjög ánægðir með kallinn, sem er fjörtíu og tveggja ára gamall og vakti hann lukku hjá þjálfurum og leikmönnum Seahawks. Sjálfur var Rice sáttur við eigin frammistöðu að undanskildu einu atviki. "Ég missti boltann. Það líkar mér ekki og ætla ég að skoða það á myndbandi til að sjá hvar ég klikkaði," sagði Rice.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×