Meiri áhersla á varnarleik 20. október 2004 00:01 Þriðja umferð Intersportdeildar karla í körfubolta fer fram í kvöld en þá verða spilaðir sex leikir. Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, yfirþjálfara yngri flokka KR og fyrrum þjálfara meistaraflokks félagsins, til að spá í spilin fyrir umferðina og fara yfir byrjunina á deildinni. Ingi Þór sagði að það væri greinilegt að það væri meiri áhersla lögð á varnarleik í ár heldur en áður. "Ég undanskil reyndar leik Grindavíkur og Hamars/Selfoss á mánudaginn því hann var tóm vitleysa en ég held að við eigum eftir að lægra stigaskor í leikjum í vetur heldur en áður hefur þekkst. Liðin hafa greinilega verið að vinna í varnarleiknum á undirbúningstímabilinu og það gerir deildina meira spennandi," sagði Ingi Þór. Hann sagði jafnframt mikla breytingu nú að flest liðin væru komin með tvo Bandaríkjamenn strax í upphafi móts. "Það er miklu betra að byrja með fullskipað lið í stað þessað bæta öðrum Kana við um áramótin. Það tekur tíma fyrir leikmenn, hversu góðir sem þeir eru, að komast inn í leik þess liðs sem hann spilar með og ég held að tímabilið í fyrra hafi sýnt það vel hversu mikilvægt það er að vera með fullskipað lið frá byrjun. Liðin sem breyttust minnst í fyrra, Keflavík og Snæfell, fóru í úrslit og það sýndi sig með Nick Bradford hjá Keflvík að það er mikilvægt að hafa Bandaríkjamann frá upphafi. Hann gat ekkert í byrjun en óx síðan ásmeginn og var sennilega besti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Snæfell," sagði Ingi Þór og bætti við að hann væri ekki í vafa um að deildin yrði sterkari nú þegar liðin væru fullskipuð strax í byrjun móts. Hann sagði að Suðurnesjaliðin þrjú, Grindavík, Njarðvík og Keflavík, ásamt Snæfelli væru sterkustu liðin en síðan kæmu KR, Haukar, Fjölnir og hugsanlega Skallagrímur á eftir þeim. Ingi Þór spáir í spilin: Skallagrímur-Grindavík "Þetta verður erfiður leikur fyrir Skallagrím sem verður að fá toppleik hjá öllum fimm leikmönnunum í byrjunarliðinu til að eiga möguleika. Clifton Cook er með skemmtilegustu leikmönnum deildarinnar og Makedóníumaðurinn Jovan Zdravevski er mjög öflugur en þeir þurfa að fá meira frá Kerbrell Brown sem skoraði ekki eitt einasta stig gegn KR í síðasta leik. Darrel Lewis hefur verið frábær hjá Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum og það er ekki hægt að stoppa hann. Það er kannski hægt að hægja á honum en ekki stoppa hann og ég tel að Grindavík eigi eftir að vinna þennan leik örugglega. Þeir hafa bætt við sig hæð frá því í fyrra og með tilkomu Kristins Friðrikssonar hefur þriggja stiga skyttum liðsins fjölgað - og voru þær nægar fyrir. Ég sé Skallagrím ekki stoppa Grindavík því að þeir geta ekki beitt svæðisvörn til að hægja á þeim - þá raða Grindvíkingar niður þriggja stiga körfum." Fjölnir-ÍR "Ég held að nýliðar Fjölnis vinni þennan leik. Ég hafði það á tilfinningunni fyrir mót að þeir myndu vinna fyrstu þrjá leikina og ÍR-liðið hefur ekki sýnt það mikið það sem af er tímabili að mér snúist hugur með það. Fjölnir er með tvo erlenda leikmenn sem hafa spilað hér áður og þeir hafa fallið vel inn í leik liðsins. ÍR-ingar eru með ágætis mannskap en ekki nógu gott lið til að vinna Fjölni." Hamar/Selfoss-Snæfell "Snæfell vinnur þennan leik örugglega. Vandamál Hamarsmanna er að þeir eru aðeins með þrjá góða sóknarmenn, Chris Woods, Damon Bailey og Marvin Valdimarsson, og liðið vinnur ekki nógu vel saman. Það dugar engan veginn gegn gríðarlega öflugri vörn Snæfells sem mætir til leiks með mikið sjálfstraust eftir góðan sigur á Keflavík. Snæfellsliðið lítur mjög vel út og það er ljóst að þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni. Það er valinn maður í hverju rúmi hjá liðinu og þeir verða ekki í vandræðum í Hveragerði." Keflavík-Haukar "Keflvíkingar mæta brjálaðir til leiks eftir tapið í Stykkishólmi og það er aldrei gaman að mæta þeim þegar þeir eru í slíkum ham. Ofan á það hefur Haukum aldrei gengið vel í Keflavík þannig að ég held að þetta verði öruggur heimasigur. Keflvíkingar vilja sýna Haukum að þeir hafi ekkert í þá að gera og þótt þeir séu ekki komnir í sitt besta form þá verða þeir ekki í vnadræðum. Keflavík er lið sem á eftir að vinna á þegar líða tekur á deildina og eru með einn besta útlendinginn í deildinni, Bandaríkjamanninn Anthony Glover, sem er hörkuleikmaður." Tindastóll-KFÍ "Tindastólsmenn eru að tjasla liðinu saman eftir erfitt sumar og ég er ekki vafa um þetta verður hnífjafn leikur. Heimavöllurinn hefur alltaf verið sterkur á Sauðárkróki en það sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum er hvort Tindastólsmönnum tekst að stoppa besta mann KFÍ, Bandaríkjamanninn Joshua Helm. Ef þeim tekst það vinna þeir leikinn en ef ekki þá skorar Helm þrjátíu stig eða meira og leikurinn verður erfiður fyrir heimamenn." Njarðvík-KR "Njarðvíkingar hafa misst Bandaríkjamanninn Troy Wiley en ég held að það komi ekki til með að skipta miklu máli fyrir þá og þjappar hópnum meira saman. Ég held að varnarleikurinn verði í fyrrirúmi hjá þessum tveimur liðum sem eru full sjálfstraust eftir að hafa bæði unnið tvo fyrstu leiki sína. Það lið sem nær sér á strik í sóknarleiknum vinnur leikinn en hann verður hnífjafn og úrslitin ráðast ekki fyrr en í síðasta leikhluta. Heimavöllurinn skiptir miklu máli fyrir Njarðvíkinga og því eru þeir kannski sigurstranglegri." Íþróttir Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Þriðja umferð Intersportdeildar karla í körfubolta fer fram í kvöld en þá verða spilaðir sex leikir. Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, yfirþjálfara yngri flokka KR og fyrrum þjálfara meistaraflokks félagsins, til að spá í spilin fyrir umferðina og fara yfir byrjunina á deildinni. Ingi Þór sagði að það væri greinilegt að það væri meiri áhersla lögð á varnarleik í ár heldur en áður. "Ég undanskil reyndar leik Grindavíkur og Hamars/Selfoss á mánudaginn því hann var tóm vitleysa en ég held að við eigum eftir að lægra stigaskor í leikjum í vetur heldur en áður hefur þekkst. Liðin hafa greinilega verið að vinna í varnarleiknum á undirbúningstímabilinu og það gerir deildina meira spennandi," sagði Ingi Þór. Hann sagði jafnframt mikla breytingu nú að flest liðin væru komin með tvo Bandaríkjamenn strax í upphafi móts. "Það er miklu betra að byrja með fullskipað lið í stað þessað bæta öðrum Kana við um áramótin. Það tekur tíma fyrir leikmenn, hversu góðir sem þeir eru, að komast inn í leik þess liðs sem hann spilar með og ég held að tímabilið í fyrra hafi sýnt það vel hversu mikilvægt það er að vera með fullskipað lið frá byrjun. Liðin sem breyttust minnst í fyrra, Keflavík og Snæfell, fóru í úrslit og það sýndi sig með Nick Bradford hjá Keflvík að það er mikilvægt að hafa Bandaríkjamann frá upphafi. Hann gat ekkert í byrjun en óx síðan ásmeginn og var sennilega besti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Snæfell," sagði Ingi Þór og bætti við að hann væri ekki í vafa um að deildin yrði sterkari nú þegar liðin væru fullskipuð strax í byrjun móts. Hann sagði að Suðurnesjaliðin þrjú, Grindavík, Njarðvík og Keflavík, ásamt Snæfelli væru sterkustu liðin en síðan kæmu KR, Haukar, Fjölnir og hugsanlega Skallagrímur á eftir þeim. Ingi Þór spáir í spilin: Skallagrímur-Grindavík "Þetta verður erfiður leikur fyrir Skallagrím sem verður að fá toppleik hjá öllum fimm leikmönnunum í byrjunarliðinu til að eiga möguleika. Clifton Cook er með skemmtilegustu leikmönnum deildarinnar og Makedóníumaðurinn Jovan Zdravevski er mjög öflugur en þeir þurfa að fá meira frá Kerbrell Brown sem skoraði ekki eitt einasta stig gegn KR í síðasta leik. Darrel Lewis hefur verið frábær hjá Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum og það er ekki hægt að stoppa hann. Það er kannski hægt að hægja á honum en ekki stoppa hann og ég tel að Grindavík eigi eftir að vinna þennan leik örugglega. Þeir hafa bætt við sig hæð frá því í fyrra og með tilkomu Kristins Friðrikssonar hefur þriggja stiga skyttum liðsins fjölgað - og voru þær nægar fyrir. Ég sé Skallagrím ekki stoppa Grindavík því að þeir geta ekki beitt svæðisvörn til að hægja á þeim - þá raða Grindvíkingar niður þriggja stiga körfum." Fjölnir-ÍR "Ég held að nýliðar Fjölnis vinni þennan leik. Ég hafði það á tilfinningunni fyrir mót að þeir myndu vinna fyrstu þrjá leikina og ÍR-liðið hefur ekki sýnt það mikið það sem af er tímabili að mér snúist hugur með það. Fjölnir er með tvo erlenda leikmenn sem hafa spilað hér áður og þeir hafa fallið vel inn í leik liðsins. ÍR-ingar eru með ágætis mannskap en ekki nógu gott lið til að vinna Fjölni." Hamar/Selfoss-Snæfell "Snæfell vinnur þennan leik örugglega. Vandamál Hamarsmanna er að þeir eru aðeins með þrjá góða sóknarmenn, Chris Woods, Damon Bailey og Marvin Valdimarsson, og liðið vinnur ekki nógu vel saman. Það dugar engan veginn gegn gríðarlega öflugri vörn Snæfells sem mætir til leiks með mikið sjálfstraust eftir góðan sigur á Keflavík. Snæfellsliðið lítur mjög vel út og það er ljóst að þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni. Það er valinn maður í hverju rúmi hjá liðinu og þeir verða ekki í vandræðum í Hveragerði." Keflavík-Haukar "Keflvíkingar mæta brjálaðir til leiks eftir tapið í Stykkishólmi og það er aldrei gaman að mæta þeim þegar þeir eru í slíkum ham. Ofan á það hefur Haukum aldrei gengið vel í Keflavík þannig að ég held að þetta verði öruggur heimasigur. Keflvíkingar vilja sýna Haukum að þeir hafi ekkert í þá að gera og þótt þeir séu ekki komnir í sitt besta form þá verða þeir ekki í vnadræðum. Keflavík er lið sem á eftir að vinna á þegar líða tekur á deildina og eru með einn besta útlendinginn í deildinni, Bandaríkjamanninn Anthony Glover, sem er hörkuleikmaður." Tindastóll-KFÍ "Tindastólsmenn eru að tjasla liðinu saman eftir erfitt sumar og ég er ekki vafa um þetta verður hnífjafn leikur. Heimavöllurinn hefur alltaf verið sterkur á Sauðárkróki en það sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum er hvort Tindastólsmönnum tekst að stoppa besta mann KFÍ, Bandaríkjamanninn Joshua Helm. Ef þeim tekst það vinna þeir leikinn en ef ekki þá skorar Helm þrjátíu stig eða meira og leikurinn verður erfiður fyrir heimamenn." Njarðvík-KR "Njarðvíkingar hafa misst Bandaríkjamanninn Troy Wiley en ég held að það komi ekki til með að skipta miklu máli fyrir þá og þjappar hópnum meira saman. Ég held að varnarleikurinn verði í fyrrirúmi hjá þessum tveimur liðum sem eru full sjálfstraust eftir að hafa bæði unnið tvo fyrstu leiki sína. Það lið sem nær sér á strik í sóknarleiknum vinnur leikinn en hann verður hnífjafn og úrslitin ráðast ekki fyrr en í síðasta leikhluta. Heimavöllurinn skiptir miklu máli fyrir Njarðvíkinga og því eru þeir kannski sigurstranglegri."
Íþróttir Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira