Hættulegt vopn? 19. október 2004 00:01 Það rak marga í rogastans þegar markvörður kvennaliðs Víkings, Erna María Eiríksdóttir, mætti til leiks gegn Valsstúlkum í 1. deild kvenna í handbolta á dögunum með forláta hlíf á hausnum, hlíf sem notuð er í ólympískum hnefaleikum. Erna María vakti mikla athygli með hlífina og sagði hún samtali við Fréttablaðið að hún væri eingöngu að verja höfuðið á sér með því nota hlífina. "Ég fékk slæmt höfuðhögg fyrir páska og eftir það fór ég að hugsa málið. Ég talaði við fjölmarga lækna og þeir voru allir á einu máli um að það væri nauðsynlegt fyrir markverði í handbolta að vera sig með öllum tiltækum ráðum því að þeir væru farnir að fá inn á borð til sín fullt af tilfellum um heilahristing og önnur höfuðmeiðsl úr handboltanum. Með þessari hlíf er ég líka að verja andstæðinga mína því markvarðarstaðan í dag er orðinn þannig að þeir mega fara út úr teignum og það eykur hættuna á því að leikmenn skelli saman," sagði Erna María. Það er hins vegar ljóst að hún mun ekki spila með þessa hlíf á næstunni því dómararnefnd HSÍ hefur bannað henni að nota hana. Samkvæmt reglugerð 4.9 í lögum HSÍ frá 2001 er hvers kyns höfuðverja eða andlitsgríma bönnuð í kappleik. Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta væru reglur frá Alþjóðlega handknattleiksambandinu og það væri ekki á færi dómaranefndarinnar að breyta þeim eða veita undanþágu. "Þessar reglur hafa verið settar og við gerum ekkert annað en að fara eftir þeim. Það kemur fjöldinn allur af læknum að þessum reglugerðum og þeir sjá ekki ástæðu til að leyfa þessa hlíf. Það segir sig líka sjálft ef markverðir geta ekki spilað öðruvísi en með slíkar hlífar vegna fyrri meiðsla þá eiga þeir ekki að spila," sagði Hákon. Aðspurður hvort það væri ekki einföldun á reglunum og fáránleg forræðishyggja þá vildi Hákon ekki kannast við það en viðurkenndi að það gilti einu hvort leikmaður hefði áður fengið höfuðhögg eða ekki - hann mætti ekki spila með þessa hlif hvort heldur sem er. Erna María hefur ekki sagt sitt síðasta orð og ætlar að fara með málið alla leið til Alþjóða handknattleikssambandins þar sem hún vonast til að menn opni augun og leyfi notkun hlífarinnar. "Í raun og veru ætti að skylda alla markverði til að nota þessa hlíf," sagði Erna María. Jónas Halldórsson, sérfræðingur í taugasálfræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það gæfi auga leið að það væri ekki gott fyrir höfuðið að fá bolta á miklum hraða í sig. "Ég hef ekki heyrt af þessari hlíf en ef markvörður velur þetta og þetta háir honum ekki þá finnst mér það vera hið besta mál. Það eiga allir að reyna að verja höfuðið á sér eftir fremsta megni og ég fagna því að til séu íþróttamenn sem hugsa um þessi mál. Höfuðið er viðkvæmt og það að meiðast á því svæði er mun alvarlega heldur en að meiðast á einhverjum útlim - höfuðmeiðsl geta haft alvarlegar afleiðingar lífið út í gegn," sagði Jónas. Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira
Það rak marga í rogastans þegar markvörður kvennaliðs Víkings, Erna María Eiríksdóttir, mætti til leiks gegn Valsstúlkum í 1. deild kvenna í handbolta á dögunum með forláta hlíf á hausnum, hlíf sem notuð er í ólympískum hnefaleikum. Erna María vakti mikla athygli með hlífina og sagði hún samtali við Fréttablaðið að hún væri eingöngu að verja höfuðið á sér með því nota hlífina. "Ég fékk slæmt höfuðhögg fyrir páska og eftir það fór ég að hugsa málið. Ég talaði við fjölmarga lækna og þeir voru allir á einu máli um að það væri nauðsynlegt fyrir markverði í handbolta að vera sig með öllum tiltækum ráðum því að þeir væru farnir að fá inn á borð til sín fullt af tilfellum um heilahristing og önnur höfuðmeiðsl úr handboltanum. Með þessari hlíf er ég líka að verja andstæðinga mína því markvarðarstaðan í dag er orðinn þannig að þeir mega fara út úr teignum og það eykur hættuna á því að leikmenn skelli saman," sagði Erna María. Það er hins vegar ljóst að hún mun ekki spila með þessa hlíf á næstunni því dómararnefnd HSÍ hefur bannað henni að nota hana. Samkvæmt reglugerð 4.9 í lögum HSÍ frá 2001 er hvers kyns höfuðverja eða andlitsgríma bönnuð í kappleik. Hákon Sigurjónsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta væru reglur frá Alþjóðlega handknattleiksambandinu og það væri ekki á færi dómaranefndarinnar að breyta þeim eða veita undanþágu. "Þessar reglur hafa verið settar og við gerum ekkert annað en að fara eftir þeim. Það kemur fjöldinn allur af læknum að þessum reglugerðum og þeir sjá ekki ástæðu til að leyfa þessa hlíf. Það segir sig líka sjálft ef markverðir geta ekki spilað öðruvísi en með slíkar hlífar vegna fyrri meiðsla þá eiga þeir ekki að spila," sagði Hákon. Aðspurður hvort það væri ekki einföldun á reglunum og fáránleg forræðishyggja þá vildi Hákon ekki kannast við það en viðurkenndi að það gilti einu hvort leikmaður hefði áður fengið höfuðhögg eða ekki - hann mætti ekki spila með þessa hlif hvort heldur sem er. Erna María hefur ekki sagt sitt síðasta orð og ætlar að fara með málið alla leið til Alþjóða handknattleikssambandins þar sem hún vonast til að menn opni augun og leyfi notkun hlífarinnar. "Í raun og veru ætti að skylda alla markverði til að nota þessa hlíf," sagði Erna María. Jónas Halldórsson, sérfræðingur í taugasálfræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það gæfi auga leið að það væri ekki gott fyrir höfuðið að fá bolta á miklum hraða í sig. "Ég hef ekki heyrt af þessari hlíf en ef markvörður velur þetta og þetta háir honum ekki þá finnst mér það vera hið besta mál. Það eiga allir að reyna að verja höfuðið á sér eftir fremsta megni og ég fagna því að til séu íþróttamenn sem hugsa um þessi mál. Höfuðið er viðkvæmt og það að meiðast á því svæði er mun alvarlega heldur en að meiðast á einhverjum útlim - höfuðmeiðsl geta haft alvarlegar afleiðingar lífið út í gegn," sagði Jónas.
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Sjá meira