Endastöð fyrir Guðmund Hrafnkelss 19. október 2004 00:01 "Landsliðsþjálfarinn hafði samband við mig og tilkynnti mér að ég yrði ekki valinn í landsliðið fyrir mótið í Svíþjóð," segir Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður og leikjahæsti maður íslenska landsliðsins í handbolta. Nýráðinn landsliðsþjálfari, Viggó Sigurðsson, hyggst velja lið sitt fyrir World Cup í Svíþjóð sem fram fer innan skamms og hefur þegar útilokað Guðmund. Telja margir að með þessu sé ferli þessa tæplega fertuga markvarðar endanlega lokið með landsliðinu en Guðmundur hefur undanfarið leikið með þýska liðinu Kronau-Östringen. Sigurður Sveinsson, fyrrverandi handboltahetja og samherji Guðmundar til margra ára, er sammála því mati. "Ég tel lítinn vafa leika á því að þetta táknar endalokin fyrir Guðmund vin minn í marki landsliðsins. Hitt er svo annað mál að hann á skilið að fá hvíldina enda hefur hann staðið vaktina með mikilli prýði í langan tíma. Ég tel að með þessu sé Viggó að fylgja því eftir sem hann hefur sagt að það verði breytingar á landsliði Íslands undir hans stjórn og yngri leikmenn fái að spreyta sig." Viggó Sigurðsson vildi aðspurður ekki staðfesta að hafa útilokað Guðmund frá landsliðinu í næstu keppni. "Ég tilkynni hópinn þann 11. nóvember og svara engu fyrir þann tíma. Ég er bæði búinn að skoða og ræða við fjölmarga undanfarið. Bæði þá sem hafa verið í liðinu og eins hina sem hafa ekki komið nálægt landsliðinu áður og það er allt opið eins og sakir standa." Guðmundur sjálfur er þó ekki ósáttur við að vera ekki valinn enda kappinn búinn að spila yfir 400 landsleiki á sinni tíð. "Ég hef skilað mínu með landsliðinu og þessi tilkynning kom ekkert sérstaklega á óvart. Það eru því engin sérstök vonbrigði og nú get ég einbeitt mér betur með mínu félagsliði." albert@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
"Landsliðsþjálfarinn hafði samband við mig og tilkynnti mér að ég yrði ekki valinn í landsliðið fyrir mótið í Svíþjóð," segir Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður og leikjahæsti maður íslenska landsliðsins í handbolta. Nýráðinn landsliðsþjálfari, Viggó Sigurðsson, hyggst velja lið sitt fyrir World Cup í Svíþjóð sem fram fer innan skamms og hefur þegar útilokað Guðmund. Telja margir að með þessu sé ferli þessa tæplega fertuga markvarðar endanlega lokið með landsliðinu en Guðmundur hefur undanfarið leikið með þýska liðinu Kronau-Östringen. Sigurður Sveinsson, fyrrverandi handboltahetja og samherji Guðmundar til margra ára, er sammála því mati. "Ég tel lítinn vafa leika á því að þetta táknar endalokin fyrir Guðmund vin minn í marki landsliðsins. Hitt er svo annað mál að hann á skilið að fá hvíldina enda hefur hann staðið vaktina með mikilli prýði í langan tíma. Ég tel að með þessu sé Viggó að fylgja því eftir sem hann hefur sagt að það verði breytingar á landsliði Íslands undir hans stjórn og yngri leikmenn fái að spreyta sig." Viggó Sigurðsson vildi aðspurður ekki staðfesta að hafa útilokað Guðmund frá landsliðinu í næstu keppni. "Ég tilkynni hópinn þann 11. nóvember og svara engu fyrir þann tíma. Ég er bæði búinn að skoða og ræða við fjölmarga undanfarið. Bæði þá sem hafa verið í liðinu og eins hina sem hafa ekki komið nálægt landsliðinu áður og það er allt opið eins og sakir standa." Guðmundur sjálfur er þó ekki ósáttur við að vera ekki valinn enda kappinn búinn að spila yfir 400 landsleiki á sinni tíð. "Ég hef skilað mínu með landsliðinu og þessi tilkynning kom ekkert sérstaklega á óvart. Það eru því engin sérstök vonbrigði og nú get ég einbeitt mér betur með mínu félagsliði." albert@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira