Stefnir ótrauð á gull í Peking 17. október 2004 00:01 Ein skærasta stjarna sem fram hefur komið í íslensku sundíþróttinni síðustu misseri er Ragnheiður Ragnarsdóttir en hún gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í heimsmeistarakeppninni í 25 metra laug sem fram fór í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Hefur árið verið viðburðaríkt fyrir stúlkuna, sem fyrir utan sundið nemur fatahönnun við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hugur hennar liggur þó ekki í þá átt heldur langar hana helst að starfa við kvikmyndagerð í framtíðinni þegar sundferlinum lýkur. Ragnheiður er nýkomin heim ásamt Hirti Má Reynissyni en þau tvö tóku þátt í HM í sundi í 25 metra laug í Indianapolis í Bandaríkjunum. "Mér leið vel allan tímann og það er stór ástæða fyrir því hversu vel mér gekk þar. Að því leyti má segja að ég hafi lært heilmikið af þáttöku minni á Ólympíuleikunum í Aþenu en þar náði ég ekki þeim árangri sem ég var að gæla við. Í Indianapolis náði ég að slaka vel á fyrir mínar greinar og það hafði jákvæð áhrif á mína frammistöðu. Að auki var allt miklu minna í sniðum en í Aþenu og mér fannst allir keppendur mun rólegri þarna." Merkilegt þykir að venjulega taka Íslendingar ekki þátt í móti þessu en ein höfuðástæða þess að þau fóru var stuðningur frá Gámaþjónustunni sem styrkti þau tvö til fararinnar ásamt einum þjálfara. Var það að hluta til að undirlagi föður Ragnheiðar, Ragnars Marteinssonar, en hann hefur alla tíð staðið þétt við bak dóttur sinnar. "Örn Arnarson tók þátt í þessu móti fyrir nokkrum árum og greiddi það að ég held úr eigin vasa. Eina ástæðan fyrir því að við fórum var að fyrirtæki var reiðubúið að styrkja okkur, annars hefði þetta verið of dýrt. Auðvitað væri gaman að Sundsambandið sendi fólk til þessa móts en það er lítið um peninga og ég get alveg skilið að sambandið vilji einbeita sér að öðrum mótum." Tilviljanir ráða ekki för hjá Ragnheiði. Hún hefur fastmótaðar hugmyndir um framtíðina og segir sundið spila stóran hluta af sínum áætlunum. "Draumurinn er að sjálfsögðu að taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Stefnan er að reyna að ná gullverðlaunum þar og ég tel mig geta það en þá þarf ég að leggja mig fram næstu árin. Eins og þetta lítur út núna mun ég útskrifast í vor úr skóla hér og ég hef fengið talsvert af tilboðum um styrki og slíkt frá bandarískum háskólum. Þeir bjóða flestir upp á toppaðstöðu fyrir sundíþróttamenn og í slíkt þarf ég að komast. Ég hef enga ákvörðun tekið ennþá en sundið er í fyrsta sæti hjá mér í dag og allt annað víkur á meðan ég er að bæta mig og finnst ennþá gaman að taka þátt. Ég tel ekkert útilokað að ég geti staðið mig vel að fjórum árum liðnum en stór liður í því er að fá handleiðslu frá góðum þjálfurum og æfa við aðstæður eins og þær gerast bestar. Því miður er það svo að þrátt fyrir að aðstaðan hér heima sé með ágætum vantar aðeins upp á að þær séu eins og best gerist og því tel ég líklegt að næstu árum eyði ég erlendis í námi við skóla sem getur boðið það sem upp á vantar." albert@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Ein skærasta stjarna sem fram hefur komið í íslensku sundíþróttinni síðustu misseri er Ragnheiður Ragnarsdóttir en hún gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í heimsmeistarakeppninni í 25 metra laug sem fram fór í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Hefur árið verið viðburðaríkt fyrir stúlkuna, sem fyrir utan sundið nemur fatahönnun við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hugur hennar liggur þó ekki í þá átt heldur langar hana helst að starfa við kvikmyndagerð í framtíðinni þegar sundferlinum lýkur. Ragnheiður er nýkomin heim ásamt Hirti Má Reynissyni en þau tvö tóku þátt í HM í sundi í 25 metra laug í Indianapolis í Bandaríkjunum. "Mér leið vel allan tímann og það er stór ástæða fyrir því hversu vel mér gekk þar. Að því leyti má segja að ég hafi lært heilmikið af þáttöku minni á Ólympíuleikunum í Aþenu en þar náði ég ekki þeim árangri sem ég var að gæla við. Í Indianapolis náði ég að slaka vel á fyrir mínar greinar og það hafði jákvæð áhrif á mína frammistöðu. Að auki var allt miklu minna í sniðum en í Aþenu og mér fannst allir keppendur mun rólegri þarna." Merkilegt þykir að venjulega taka Íslendingar ekki þátt í móti þessu en ein höfuðástæða þess að þau fóru var stuðningur frá Gámaþjónustunni sem styrkti þau tvö til fararinnar ásamt einum þjálfara. Var það að hluta til að undirlagi föður Ragnheiðar, Ragnars Marteinssonar, en hann hefur alla tíð staðið þétt við bak dóttur sinnar. "Örn Arnarson tók þátt í þessu móti fyrir nokkrum árum og greiddi það að ég held úr eigin vasa. Eina ástæðan fyrir því að við fórum var að fyrirtæki var reiðubúið að styrkja okkur, annars hefði þetta verið of dýrt. Auðvitað væri gaman að Sundsambandið sendi fólk til þessa móts en það er lítið um peninga og ég get alveg skilið að sambandið vilji einbeita sér að öðrum mótum." Tilviljanir ráða ekki för hjá Ragnheiði. Hún hefur fastmótaðar hugmyndir um framtíðina og segir sundið spila stóran hluta af sínum áætlunum. "Draumurinn er að sjálfsögðu að taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Stefnan er að reyna að ná gullverðlaunum þar og ég tel mig geta það en þá þarf ég að leggja mig fram næstu árin. Eins og þetta lítur út núna mun ég útskrifast í vor úr skóla hér og ég hef fengið talsvert af tilboðum um styrki og slíkt frá bandarískum háskólum. Þeir bjóða flestir upp á toppaðstöðu fyrir sundíþróttamenn og í slíkt þarf ég að komast. Ég hef enga ákvörðun tekið ennþá en sundið er í fyrsta sæti hjá mér í dag og allt annað víkur á meðan ég er að bæta mig og finnst ennþá gaman að taka þátt. Ég tel ekkert útilokað að ég geti staðið mig vel að fjórum árum liðnum en stór liður í því er að fá handleiðslu frá góðum þjálfurum og æfa við aðstæður eins og þær gerast bestar. Því miður er það svo að þrátt fyrir að aðstaðan hér heima sé með ágætum vantar aðeins upp á að þær séu eins og best gerist og því tel ég líklegt að næstu árum eyði ég erlendis í námi við skóla sem getur boðið það sem upp á vantar." albert@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira