Sport

Barca í góðum málum

Barcelona jók forskot sitt á toppnum í fimm stig í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Barcelona vann granna sína Espanoyl 1-0 með marki deco á níundu mínútu. Hópur stuðningsmanna espanyol settu ljótan svip á leikinn. Þeir rifu upp sæti á vellinum og köstuðu þeim í átt að lögreglu sem náði að lokum að hemja bullurnar. Hrakfarir Real madrid halda áfram þeir náðu aðeins jafntefli á útivelli gegn Real Betis 1-1. Ronaldo jafnaði metin fyrir Madridinga í síðari hálfleik. Real Madrid er með 10 stig í tíunda sæti. Deportivo La Coruna bar sigurorð af Getafe 2-1. Deportivo er komið í fjórða sætið með ellefu stig. Valencia tekur á móti Sevilla í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Valencia er í öðru sæti með 14 stig og getur með sigri minnkað forskot Barcelona niður í tvö stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×