Reglur um listamannastyrki 15. október 2004 00:01 Heiðurslaun listamanna - Einar Þór Gunnlaugsson Nokkrar meginreglur um úthlutanir til þessa mála eru við lýði í flestum löndum Evrópu og innan Evrópusambandsins, UNICEF og fleiri stofnanna. Og vegna þess að málaflokkurinn hefur fengið á sig orð að vera sá kröfuharðasti í nútíma stjórnmálum hafa aðilar komið sér saman um nokkur viðmið. Í stuttu máli eru þau fjögur: fjölbreytni, sköpun, þátttaka og sjálfsmynd (eða sjálfstæði), og að verkefni verði metin með tilliti til að þau hafi eða stuðli að einhverju að þessum atriðum. Annað atriði sem varðar úthlutanir eru sjálfstæði og samskiptaform ríkissins og stofnanna þess, en það er áhugavert að úthlutunarreglur mótuðust m.a. af uppbyggingarstarfi í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld. Ef við ímyndum okkur hvernig nasistar misnotuðu opinberar stofnanir til að framfylgja stefnumálum sínum, getum við ímyndað okkur hvers vegna pólitískur vilji var í Evrópu til að tryggja sjálfstæði stofnanna. Það átti að tryggja með m.a. svokallaðri “armslengd” reglu, það er að aðilar halda sér í þeirri fjarlægð frá hvor öðrum. Einnig voru settar reglur um eftirlitsskyldu, en hún var m.a sett í hendurnar á almenningi, umsækjendum og fjölmiðlum með því að koma á áfrýjunarkerfi og setja ný lög um upplýsingaskyldu. Í sumum löndum voru vísindi og menning aðgreind með skýrari hætti og vísindin luta strangari reglum í ljósi þeirra tilrauna sem gerðar voru í stríðinu. Hið pólitíska hugarfar eftirstríðsáranna og eftir að nýlendur Evrópuþjóðanna fengu sjálfstæði hafði áhrif til góðs má segja á mótun þessara viðmiða. Með fjölbreytni átti m.a. að tryggja að rödd minnihlutahópa (t.d. innflytjenda og gyðinga) heyrðist, með þátttöku að hvatt væri til að þessir hópar tæku þátt í menningar og listastarfi, með sköpun að verkefni hvetji til þroska og að allt sé þetta til að styrkja sjálfstmyndina. Þessar meginreglur hafa ekkert breyst þótt inn hafa komið útfærslur og viðbætur þar sem tekið er tillit til kynferðis, aldurs, búsetu, kynheigðar, tekna, menntunar, reynslu o.fl. Á síðustu áratugum hafa þessar úthlutunarreglur mótast mest af hugmyndum um áhrif markaðarins og stækkun Evrópusambandsins til austurs. Það sem eðlilega mótar svo þessa hluti í hverju landi eru saga, menning, markaðsaðstæður, lagaumhverfi, listamenn og ríkisstjórnin sjálf. Í stuttu máli hefur Ísland misst af þessari þróun þótt reglum dagsins í dag sé flestum kunnar sem starfa í geiranum. Og stjórnvöldum hefur margoft verið bent á þetta. En þær fáu reglur sem stuðst hefur verið við þróuðust í anda kalda stríðsins og af góðum hug til merkra en fátækra listamanna á síðustu öld. En það virðist þurfa meira en að endurskoða reglur svo þær falli að nútíma samfélagi, sumar þarf að smíða frá grunni. Höfundur er MA í stjórnun og stefnumörkun menningarmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Heiðurslaun listamanna - Einar Þór Gunnlaugsson Nokkrar meginreglur um úthlutanir til þessa mála eru við lýði í flestum löndum Evrópu og innan Evrópusambandsins, UNICEF og fleiri stofnanna. Og vegna þess að málaflokkurinn hefur fengið á sig orð að vera sá kröfuharðasti í nútíma stjórnmálum hafa aðilar komið sér saman um nokkur viðmið. Í stuttu máli eru þau fjögur: fjölbreytni, sköpun, þátttaka og sjálfsmynd (eða sjálfstæði), og að verkefni verði metin með tilliti til að þau hafi eða stuðli að einhverju að þessum atriðum. Annað atriði sem varðar úthlutanir eru sjálfstæði og samskiptaform ríkissins og stofnanna þess, en það er áhugavert að úthlutunarreglur mótuðust m.a. af uppbyggingarstarfi í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld. Ef við ímyndum okkur hvernig nasistar misnotuðu opinberar stofnanir til að framfylgja stefnumálum sínum, getum við ímyndað okkur hvers vegna pólitískur vilji var í Evrópu til að tryggja sjálfstæði stofnanna. Það átti að tryggja með m.a. svokallaðri “armslengd” reglu, það er að aðilar halda sér í þeirri fjarlægð frá hvor öðrum. Einnig voru settar reglur um eftirlitsskyldu, en hún var m.a sett í hendurnar á almenningi, umsækjendum og fjölmiðlum með því að koma á áfrýjunarkerfi og setja ný lög um upplýsingaskyldu. Í sumum löndum voru vísindi og menning aðgreind með skýrari hætti og vísindin luta strangari reglum í ljósi þeirra tilrauna sem gerðar voru í stríðinu. Hið pólitíska hugarfar eftirstríðsáranna og eftir að nýlendur Evrópuþjóðanna fengu sjálfstæði hafði áhrif til góðs má segja á mótun þessara viðmiða. Með fjölbreytni átti m.a. að tryggja að rödd minnihlutahópa (t.d. innflytjenda og gyðinga) heyrðist, með þátttöku að hvatt væri til að þessir hópar tæku þátt í menningar og listastarfi, með sköpun að verkefni hvetji til þroska og að allt sé þetta til að styrkja sjálfstmyndina. Þessar meginreglur hafa ekkert breyst þótt inn hafa komið útfærslur og viðbætur þar sem tekið er tillit til kynferðis, aldurs, búsetu, kynheigðar, tekna, menntunar, reynslu o.fl. Á síðustu áratugum hafa þessar úthlutunarreglur mótast mest af hugmyndum um áhrif markaðarins og stækkun Evrópusambandsins til austurs. Það sem eðlilega mótar svo þessa hluti í hverju landi eru saga, menning, markaðsaðstæður, lagaumhverfi, listamenn og ríkisstjórnin sjálf. Í stuttu máli hefur Ísland misst af þessari þróun þótt reglum dagsins í dag sé flestum kunnar sem starfa í geiranum. Og stjórnvöldum hefur margoft verið bent á þetta. En þær fáu reglur sem stuðst hefur verið við þróuðust í anda kalda stríðsins og af góðum hug til merkra en fátækra listamanna á síðustu öld. En það virðist þurfa meira en að endurskoða reglur svo þær falli að nútíma samfélagi, sumar þarf að smíða frá grunni. Höfundur er MA í stjórnun og stefnumörkun menningarmála.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar