Sport

Barist um Button

Niðurstöðu er að vænta í dag um hvaða lið í Formúlu 1 kappakstrinum hreppir Jenson Button. Button hóf ferilinn hjá liði Williams fyrir fjórum árum síðan en skipti yfir í BAR árið 2002. Það kom mörgum á óvart í haust þegar Button tilkynnti að hann væri á förum frá félaginu en honum hefur gengið ágætlega og er í þriðja sæti ökumanna á tímabilinu. Svo virðist sem slagurinn um kappann verði milli Williams og BAR og er útlit fyrir langan fund milli forráðamanna liðanna og lögfræðinga Buttons.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×