Sport

Venus úr leik

Rússar geta verið sáttir við tenniskonuna Elena Bovina en hún sló Venus Williams út úr keppni á Kreml-bikarmótinu í Moskvu. Bovina er komin í undanúrslit á mótinu en Williams situr eftir með sárt ennið. "Uppgjafir mínar voru mér ekki að skapi í dag," sagði Williams, sem keppti síðast á Opna bandaríska meistaramótinu. Bovina sagðist alltaf hafa ætlað að halda stjórninni á viðureigninni við Williams. "Það var ekki auðvelt en það tókst. Hún komst aldrei inn í leikinn," sagði Bovina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×