Sport

Þriggja stiga karfan afnumin?

Einhverjar vangaveltur eru um að breyta þriggja stiga reglunni í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum. Stu Jackson, varaforseti NBA, segir að reglunum verði ekki breytt eins og hendi sé veifað en fullyrðir að forráðamenn deildarinnar séu ávallt tilbúnir að gera breytingar, séu þær íþróttinni til góðs. "Þriggja stiga körfur eru orðnar stór hluti af sóknaraðgerðum liða í dag og við viljum skoða hvaða áhrif það hefði á leikinn í heild ef þriggja stiga karfan yrði afnumin," sagði Jackson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×