Íslendingar grófir og ruddalegir 14. október 2004 00:01 Laugardalsvöllur er ekki öruggur staður til að vera á ef marka má ummæli sænsku landsliðsmannanna í sænskum fjölmiðlum eftir leikinn gegn Íslendingum í fyrrakvöld. Fara þeir nokkrir hörðum orðum um grófan leik íslenska liðsins og fer markvörðurinn Andreas Isaksson þar fremstur í flokki. Segir hann íslensku strákana hafa spilað af tómum ruddaskap með það eitt fyrir augum að valda meiðslum hjá Svíum. Isaksson sár Sænski þjálfarinn og leikmenn allir voru sammála um að íslenska liðið hafi spilað stífan og á köflum grófan leik. Heiðar Helguson lét enn einn markvörðinn finna fyrir sér þegar hann lenti í samstuði við Isaksson á sjöttu mínútu í leiknum. Lá Isaksson eftir og varð síðar að skipta honum út af vegna meiðsla í læri. Er óvíst hvort hann spilar með liði sínu, franska liðinu Rennes, á laugardaginn kemur. Var hann einn af fáum sænskum leikmönnum sem voru sjáanlega reiðir í garð Íslendinga eftir leik liðanna í fyrrakvöld. "Það er eitt að spila af hörku og láta finna fyrir sér en Íslendingarnir fóru langt út fyrir þau mörk." Varnarmaðurinn Alexander Östlund tekur í sama streng og finnst eins og Íslendingarnir hafi farið í leikinn með það fyrir augum að koma sænsku leikmönnunum á spítala. "Þeir fóru tvífóta í allar tæklingar og skipti þá engu hvað fyrir varð. Svona á ekki að spila fótbolta heldur verður alltaf að sýna andstæðingnum virðingu og það vantaði alveg upp á það hjá íslenska liðinu." Ásgeir af fjöllum "Ég átta mig ekki á hvað sænsku leikmennirnir eru að fara með þessum yfirlýsingum," segir Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari þegar ummælin voru borin undir hann. "Ef eitthvað var vantaði meiri hörku í íslenska liðið og þá kannski hefðu úrslitin orðið önnur. Hins vegar má segja að í byrjun síðari hálfleiks tóku menn harðar á Svíunum en verið hafði fram að því en yfir heildina fannst mér ekki hægt að tala um sérstaklega grófan leik af okkar hálfu." Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Laugardalsvöllur er ekki öruggur staður til að vera á ef marka má ummæli sænsku landsliðsmannanna í sænskum fjölmiðlum eftir leikinn gegn Íslendingum í fyrrakvöld. Fara þeir nokkrir hörðum orðum um grófan leik íslenska liðsins og fer markvörðurinn Andreas Isaksson þar fremstur í flokki. Segir hann íslensku strákana hafa spilað af tómum ruddaskap með það eitt fyrir augum að valda meiðslum hjá Svíum. Isaksson sár Sænski þjálfarinn og leikmenn allir voru sammála um að íslenska liðið hafi spilað stífan og á köflum grófan leik. Heiðar Helguson lét enn einn markvörðinn finna fyrir sér þegar hann lenti í samstuði við Isaksson á sjöttu mínútu í leiknum. Lá Isaksson eftir og varð síðar að skipta honum út af vegna meiðsla í læri. Er óvíst hvort hann spilar með liði sínu, franska liðinu Rennes, á laugardaginn kemur. Var hann einn af fáum sænskum leikmönnum sem voru sjáanlega reiðir í garð Íslendinga eftir leik liðanna í fyrrakvöld. "Það er eitt að spila af hörku og láta finna fyrir sér en Íslendingarnir fóru langt út fyrir þau mörk." Varnarmaðurinn Alexander Östlund tekur í sama streng og finnst eins og Íslendingarnir hafi farið í leikinn með það fyrir augum að koma sænsku leikmönnunum á spítala. "Þeir fóru tvífóta í allar tæklingar og skipti þá engu hvað fyrir varð. Svona á ekki að spila fótbolta heldur verður alltaf að sýna andstæðingnum virðingu og það vantaði alveg upp á það hjá íslenska liðinu." Ásgeir af fjöllum "Ég átta mig ekki á hvað sænsku leikmennirnir eru að fara með þessum yfirlýsingum," segir Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari þegar ummælin voru borin undir hann. "Ef eitthvað var vantaði meiri hörku í íslenska liðið og þá kannski hefðu úrslitin orðið önnur. Hins vegar má segja að í byrjun síðari hálfleiks tóku menn harðar á Svíunum en verið hafði fram að því en yfir heildina fannst mér ekki hægt að tala um sérstaklega grófan leik af okkar hálfu."
Íþróttir Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira