Sport

Bryant ósáttur við bók Jacksons

Kobe Bryant var stuttur í spuna þegar hann var spurður álits á Phil Jackson, sem málar dökka mynd af Bryant í nýrri bók, The Last Season. "Hann er bara að reyna að selja bókina sína, meira segi ég ekki um það," sagði Bryant. "Ég þarf að sinna mínum skyldum hér og ég óska honum alls hins besta í því sem hann er að gera núna." Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers í tapleik gegn Seattle Supersonics, 87-80.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×