Eigum erfiðan leik fyrir höndum 12. október 2004 00:01 Henrik Larsson, leikmaður sænska landsliðsins í knattspyrnu, reiknar með mikilli mótspyrnu af hálfu Íslendinga í leiknum í kvöld. Ef rýnt er í viðureignir þessara tveggja liða við lið Möltu, ættu Svíarnir að vinna leikinn frekar auðveldlega. Þeir burstuðu Möltubúa, 7-0 en Ísland gerði 0-0 jafntefli. Larsson fer varlega í að einfalda hlutina á þennan hátt. "Þetta er ekki svo auðvelt," segir Larsson. "Ef við gætum reiknað dæmið þannig, þá væri það þægilegt. En þannig virkar þetta ekki. Við áttum stórleik gegn Möltu og þeir settu leik sinn öðruvísi upp gegn okkur heldur en Íslendingum, og gátu því veitt þeim meiri mótspyrnu en okkur." Að sögn Larssons mætir sænska liðið til leiks með það fyrir augum að Íslendingar séu verðugir andstæðingar. "Við vitum að við eigum erfiðan leik fyrir höndum. Meðal andstæðinga okkar eru atvinnumenn úr deildum í Evrópu, t.a.m. Englandi og Þýskalandi og þeir eiga að auki marga leikreynda leikmenn. Það er pressa á þeim og þeir munu reyna að gera okkur leikinn eins erfiðan og hægt er." Larsson sagðist þekkja vel til Eiðs Smára Guðjohnsen. "Hann þekkja náttúrulega allir og svo er náunginn hjá Charlton líka í liðinu. Maður þekkir andlitin betur en nöfnin þegar maður sér þá spila í stóru deildunum og Íslendingar virðast ekki vera á flæðiskeri staddir með atvinnumenn." Larsson fullyrðir að persónuleg frammistaða hans skipti ekki máli heldur verði liðið að standa sig vel í heild sinni. "Það hjálpar til að við Zlatan og Mackan erum farnir að þekkja hvor annan nokkuð vel og lesum hvor annan betur með hverjum leiknum. Svo verðum við að sjá til hvaða leikaðferð Íslendingar beita gegn okkur og gera viðeigandi ráðstafanir við því." Pilturinn segir Íslendingana vera vel á sig komna og leikurinn gæti því orðið í harkalegri kantinum. "Þeir eru sterkir og duglegir og eiga þar að auki mjög góða áhorfendur sem standa vel við bakið á þeim. Ef til kastanna kemur verðum við að vera fastir fyrir og verði einhver harka í leiknum þá þýðir ekkert að vera að væla yfir því. En það má alltaf búast við því þegar svona lið mætast að einhver harka verði fyrir hendi og þá er bara að taka á því. Taktíst séð verðum við að vera tilbúnir og þess er krafist af okkur að við getum spilað hraðan bolta og að það bitni ekki á taktísku hliðinni," sagði Henrik Larsson. smari@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Henrik Larsson, leikmaður sænska landsliðsins í knattspyrnu, reiknar með mikilli mótspyrnu af hálfu Íslendinga í leiknum í kvöld. Ef rýnt er í viðureignir þessara tveggja liða við lið Möltu, ættu Svíarnir að vinna leikinn frekar auðveldlega. Þeir burstuðu Möltubúa, 7-0 en Ísland gerði 0-0 jafntefli. Larsson fer varlega í að einfalda hlutina á þennan hátt. "Þetta er ekki svo auðvelt," segir Larsson. "Ef við gætum reiknað dæmið þannig, þá væri það þægilegt. En þannig virkar þetta ekki. Við áttum stórleik gegn Möltu og þeir settu leik sinn öðruvísi upp gegn okkur heldur en Íslendingum, og gátu því veitt þeim meiri mótspyrnu en okkur." Að sögn Larssons mætir sænska liðið til leiks með það fyrir augum að Íslendingar séu verðugir andstæðingar. "Við vitum að við eigum erfiðan leik fyrir höndum. Meðal andstæðinga okkar eru atvinnumenn úr deildum í Evrópu, t.a.m. Englandi og Þýskalandi og þeir eiga að auki marga leikreynda leikmenn. Það er pressa á þeim og þeir munu reyna að gera okkur leikinn eins erfiðan og hægt er." Larsson sagðist þekkja vel til Eiðs Smára Guðjohnsen. "Hann þekkja náttúrulega allir og svo er náunginn hjá Charlton líka í liðinu. Maður þekkir andlitin betur en nöfnin þegar maður sér þá spila í stóru deildunum og Íslendingar virðast ekki vera á flæðiskeri staddir með atvinnumenn." Larsson fullyrðir að persónuleg frammistaða hans skipti ekki máli heldur verði liðið að standa sig vel í heild sinni. "Það hjálpar til að við Zlatan og Mackan erum farnir að þekkja hvor annan nokkuð vel og lesum hvor annan betur með hverjum leiknum. Svo verðum við að sjá til hvaða leikaðferð Íslendingar beita gegn okkur og gera viðeigandi ráðstafanir við því." Pilturinn segir Íslendingana vera vel á sig komna og leikurinn gæti því orðið í harkalegri kantinum. "Þeir eru sterkir og duglegir og eiga þar að auki mjög góða áhorfendur sem standa vel við bakið á þeim. Ef til kastanna kemur verðum við að vera fastir fyrir og verði einhver harka í leiknum þá þýðir ekkert að vera að væla yfir því. En það má alltaf búast við því þegar svona lið mætast að einhver harka verði fyrir hendi og þá er bara að taka á því. Taktíst séð verðum við að vera tilbúnir og þess er krafist af okkur að við getum spilað hraðan bolta og að það bitni ekki á taktísku hliðinni," sagði Henrik Larsson. smari@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira