Sport

Opnun Ranieri

"Það voru tveir möguleikar í stöðunni þegar Roman Abramovich kom, annað hvort að trúa öllum sögusögnum eða halda vinnu minni áfram á fullu," segir Claudio Ranieri, hinn ítalski þjálfari Valencia og fyrrverandi þjálfari Chelsea. Hefur hann í fyrsta sinn viðurkennt að hafa óttast um starf sitt um leið og rússinn ríki tók við stjórnartaumum hjá félaginu. "Þegar myndir birtust af Roman með Sven Göran Eriksson sér við hlið var ákaflega erfitt að ímynda sér að ég yrði mikið lengur með liðið en ég ber engan kala til Romans þrátt fyrir allt sem á undan er gengið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×